Prestafélagsritið - 01.01.1923, Side 35
30
Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritiö.
að konungi, hvernig hann einn þorir þá að ganga í berhögg
við vilja lýðsins (Jóh. 6, 15.).
Hvar hafið þér heyrt djarfari og kjarnyrtari ræðu, en þá er
Jesíís flutti gegn fræðimönnunum og Faríseunum? Verður
nokkrum orðum líkt við hárbeittar stálseggjar, ef ekki þeim
orðum ?
Hve djarflega talar hann og um hið þjóðlega helgiboð ísra-
elsmanna, um hvíldardaginn, sbr. frásögurnar um lækningar
hans á sabatsdeginum, í Lúk. 13. og 14. og orð hans í Mark.
2, 23.-28. — Sannlega getum vér þar tekið undir orð Lúk-
asarguðspjalls, að er hann talaði »urðu allir mótstöðumenn hans
sneyptir, — og alt fólkið gladdist yfir öllum þeim dásemdar-
verkum er hann gerði« (Lúk. 13, 17.).
Allir kannast við hve mikla hugdirfð þarf til þess að taka
hreint og djarfí á meinum sinna nánustu sveitunga og sam-
borgara, og hve margs oss þá virðist þurfa að gæta, eða hafa
hliðsjón af. En að Jesús hafi ekki óttast það, sjáum vér af
frásögn Lúk. 4., sem eg áðan drap á, er hann kom til Naza-
ret. Nei, Jesús vegur djarft og hreint — en hann vegur aldrei
að baki og hánn vegur aldrei niður fyrir sig.
Hann fer óskelfdur til Jerúsalem í síðasta sinn. Oskelfdur
stendur hann fyrir æðsta prestinum, með fyrirmannlegum gagn-
yrðum svarar hann honum og Pílatusi. En Heródesi svarar
aðeins þögul tign hans. Eg mintist þess áður, að sama hug-
rekkið, sem Jesús sýnir gangvart valdinu, bæði hinu stjórnlega
og andlega, sýndi hann og gagnvart múgnum. Þetta kemur
og fram þar sem hugrekkið annars er minst, gagnvart þeim,
sem tóku, eða voru reiðubúnir að taka málstað hans. — Hann
hikar ekki við að ávíta fylgjendur sína og lærisveina þegar
þeir — jafnvel í góðu skyni — tala eða gera eitthvað rangt.
(Lúk. 9, 54.-55. Mt. 16, 23. Mk. 8,33. Mt. 18, 1. nn. Mk. 9, 33.
Lúk. 9, 46.; 24, 24. nn. Matt. 19, 14. Mk. 10, 13. nn. Lúk.
18, 15.—17.). Hann lagar aldrei kröfur sínar í hendi til þess
að tryggja sér áhrifaríka varnarmenn. Nægir þar að minna á
frásöguna í 3. kap. Jóhannesarguðspjalls, þegar höfðinginn