Prestafélagsritið - 01.01.1923, Qupperneq 36
Prestafélagsritið.
Kristin karlmannslund.
31
Nikodemus heimsækir hann, og á frásögn samstofna guðspjall-
anna um það, er auðmaðurinn ungi kemur til hans.
Frá því er hann fyrsí kemur fram, er honum augljós hin
óhjákvæmilega afleiðing trúmensku sinnar. En hann gekk ör-
uggur fram móti kvölum og smán dauðans á krossi.
Annað einkenni sannrar karlmensku er stilling og sjálfsaf-
neitun. Þar er kunnasta dæmið frásagan í Matt. 4. og Lúk.
4., um freistinguna í óbygðinni. En benda má ekki síður á
það, sem vér lesum milli línanna í nýja testamentinu, að Jesús
vinnur heima í húsi móður sinnar, alt til þrítugsaldurs. Benda
frásögurnar til þess, að María guðsmóðir er orðin ekkja, með
a. m. k. 7 barna hóp. Elztur þeirra er Jesús. Og hann, sem
hafði þetta mikla ætlunarverk í heiminum, hann lætur það eigi
að síður sitja í fyrirrúmi fyrir öllu, að vinna með iðn sinni
heimilinu björg. Meðan móðir hans og systkini þurfa hans
uieð, metur hann sonar- og bróðurskylduna meira en alt ann-
að. Má hinn þarfasta lærdórn af því draga, einmitt vorri kynslóð.
Stilling hans kemur í ljós frammi fyrir æðstaprestinum og
Pílatusi og í höndum harðfenginna hermanna. Ekki eitf beisk-
yrði eða ósamboðið orð kemur af vörum hans. En þó kemur
stilling hans áþreifanlegast í ljós, þegar Pétur hefir afneitað
honum og lærisveinarnir yfirgefið hann.
Um hin önnur einkenni karlmenskunnar, vandlæti um virð-
mgu sína og þolgæði, eru öll orð óþörf, þar sem Kristur á í
hlut (Sbr. Fil. 2, S.).
Eg ætla að Jón biskup Arason hafi fyrstur notað það orð,
er mér þykir lýsa bezt þeim einkennum Jesú Krists, er nú
hefir verið minst á. Það er orðið hugsterkur. í Píslargráfi hans
standa þessi orð um Jesú:
„Sjálfur vissi og sagÖi þessum
sína fyrir beislru pínu,
holdið shalf á herra mildum
hugsterkum við dauðans merki“.
^ugsterkur gekk Jón sjálfur í dauðann fyrir frú sína og heil-
a5a kirkju. Og hvað sem um Jón má segja, þá er það áreiðan-