Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 43
Prestafélagsritið.
SKILAÐ KVEÐJU.
Erindi flutt á fundi stúdentafélags í Reykjavík 1923
eftir séra Magnús Helgason.
Eg ætla að bera yður kveðju frá útlendum manni, norskum
vini, sem nú er dáinn fyrir nokkru. En biðja má eg afsökunar
á því, að kveðjan er orðin gömul, það eru meir en 15 ár
síðan eg var beðinn fyrir hana. Mismikið þykir oss varið í
kveðjur; yfirleitt því meira, sem ætla má að meiri alúð fylgi
kveðjunni og því merkari og kærri sem maður sá er, sem
hún er frá. Og góð er hún og gild, þessi kveðja, sem eg fer
með, í þá staði alla. Það var ekki sá samtíðarmaður á Norður-
löndum, að eg mundi dirfast að kalla merkari mann en sá
var, er sendi hana. Og vel ætti hann það skilið, að oss ís-
lendingum þætti vænt um hann; svo hlýjan hug bar hann til
þjóðar vorrar. Og óhætt er að trúa því, að kveðjan hafi send
verið af heilum huga. Mér er næst að halda, að sá maður
hafi aldrei á æfi sinni talað þvert um huga sinn frá því að
hann kom til vits og ára, og varð hann þój meira en átt-
ræður.
Eg hef hugsað mér að segja yður lítið eitt frá honum, um
leið og eg skila kveðju hans. Allir munuð þér hafa heyrt
mannsins getið.
Hann hét Kristofer Bruun (Brún) og fæddist í Ósló, höfuð-
stað Norvegs, haustið 1839, en ólst upp norður á Heiðmörk.
Hann misti ungur föður sinn, en móðir hans var af háum
stigum og mjög vel ættuð. Efni voru og nóg til að kosta
Kristófer til menningar og systkini hans. Þau voru tvö, bróðir
og systir. Kristófer kom ungur í latínuskólann á Litlahamri.
Hann varð stúdent 17 ára og'_ fór þá þegar til háskólans í
Ósló.