Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 47
42
Magnús Helgason:
Prestafélagsritið.
Ibsen hafði þeytt út einu sínu snjallasta og stækasta kvæði
framan í andlitið á stjórn og þjóð, og í bræði sinni hristi
hann nú duftið af fótum sér og rauk af landi burt, suður til
Rómaborgar. Björnstjerne Björnson batzt og lítt orða í bund-
inni ræðu og óbundinni. Það hittist svo á, að vinir Hinriks
Ibsens héldu honum skilnaðarveizlu sama kvöldið sem Kristófer
kom á fund stúdenta og tók þá tali. Eg veit ekki hvað gerð-
ist í skilnaðarveizlunni, þar hafa vafalaust verið haldnar snjallar
ræður og skálar druknar, eins og vant er við slík tækifæri,
Dönum óskað alls góðs, þjóð, þingi og stjórn ámælt beizkum
orðum fyrir aðgerðarleysið, Ibsen hrósað fyrir orðin hans
snjöllu og kannske líka fyrir skörungskapinn að rjúka burt
með fyrirlitningu úr þessu dáðlausa landi. Þetta er ágizkun,
en eg veit aftur á móti, hvað gerðist á meðan á stúdenta-
fundinum. Þar steig ungur maður í ræðustólinn, rólegur að
sjá, en hvert hans orð hlóð glóðum elds að höfði áheyrand-
anna, hinna ungu manna, er talað höfðu svo fagurt og digurt
um fóstbræðralag við Dani, en stóðu nú hremdir er standa
skyldi við orðin. »Nú er sú stund komin«, sagði hann, »er
svo oft hefir verið talað og kveðið um. Danmörk er nauðulega
stödd og í voða. Vér munum líklega allir, hvað skáldin og
ræðumennirnir hafa sagt, að vér þá mundum gera; en eg held
að nú, þegar til kastanna er komið, þá sé mál fyrir oss stúd-
enta að gera oss ljóst, hvað oss sé skylt að gera«. Hann
mintist á synjun stjórnarinnar um liðveizlu, og kvað hana með
því hafa sett blett á sæmd þjóðarinnar. »Norðmenn sviku í
raun þá, sem þeir höfðu leikið fóstbræðralag við, meðan
ekki bjátaði á. En þó að þjóðin í heild sinni vilji ekki hjálpa,
þá mega stúdentarnir til að gera það. Þeim mun vandara gert
en öðrum mönnum að standa við hugsjónir sínar. Ef ekkert
verður úr þeim, þegar á reynir, þá munu allir þeir hrósa sigri,
er hæðast að göfugum hugsjónum og þeim, sem á þær trúa.
Eg heyri, að menn afsaka sig sinn með hverju, sumir ætla að
fara að ganga undir próf, sumir að taka við embættum og
þar fram eftir götunum, en hin stóru augnablik mannkyns-
sögunnar eru ekki vön að bíða eftir því, að enginn hafi neitt