Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 48
Prestafélagsritið.
Skilað kveðju.
43
að gera. Réttvísi, sannleikur og hugsjónaelska eru ekki ætluð
oss til þess, að tala um í skálaræðum og á tyllidögum, heldur
til að lifá fyrir, berjast fyrir og deyja fyrir, ef með þarf«.
Nærri má geta, að sviðið hefir undan þessum orðum eftir
alt, sem á undan var gengið, og einhver hefir kent til, þegar
Kristófer lagði af stað með byssuna sína á blóðvöllinn með
Dönum. Hann fór þangað. Ibsen suður í Róm, Björnson sat
heima, og báðir höfðu þeir talað digrara en hann.
Af framgöngu Kristófers í orustum kann eg ekkert að segja,
en eitt atvik, sem eg hefi heyrt eða lesið um, sýnir, að hann
hefir ekki hlíft sér við mannháska, sem ekki var heldur við
að búast. Tvo menn þurfti einhverju sinni til að standa vörð
á bersvæði; það var mikill háski, því að afdrep var ekkert
fyrir kúlum Þjóðverja, og þær hvinu gegnum loftið við og við.
Hershöfðinginn spurði, hvort nokkrir vildu bjóðast til. Þá gekk
fram ungur maður lágur vexti og sagði: »Ef þér getið notað
til þess nýliða lítt æfðan, þá er eg til«. Það var Kristófer.
Svíi nokkur bauðst til að vera með honum. Þeir stóðu tveir
vörðinn, og Kristófer að minsta kosti kom heill aftur. Hann
kom heill úr ófriðnum, heim til Norvegs, til þess að hefja
þar aðra baráttu, annars konar að vísu, en undir sama merk-
inu, merki hárra hugsjóna, sannleiks og réttvísi, trúarinnar á
Guð og alt hið góða og göfuga í manneðlinu.
Nú verð eg að segja frá litlu atviki, sem fyrir hann kom í
Danmörku. Einu sinni hafði honum og nokkrum fleiri her-
mönnum verið skipað á vist á lítilli ey við ]ótlandsströnd. Þeir
voru saman tveir og tveir á heimili. Fólkið var þeim fjarska
gott, vissi varla hvernig það átti að breiða sig út yfir þá,
»veslings hermennina, sem búast máttu við að verða skotnir
þá og þegar«. Kristófer var við annan mann hjá kerlingu
einni, mesta gæzkublóði. Einu sinni átti hún tal við grann-
konur sínar, og sagði hver annari frá sínum gestum; hjelt
hver sínum fram og þóttust dálítið af þeim. »Sá litli hjá mér
er nú kandidat«, sagði kerling, og var heldur drjúg. »Kandi-
dat!« sögðu hinar. »Þá geturðu reitt þig á«, sagði ein, »að
hann hefir gert eitthvað fyrir sér, og það meira en lítið«. Því