Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 50
Prestafélagsritið.
Skilað kveðju.
45
í brjósti, að hún hlyti að bíða ósigur. En þá sneri hugur
Kristófers heim. Er ekki alveg eins háttað alþýðunni heima í
Norvegi? Honum fanst svo hljóta að vera, líkt að minsta kosti.
Hann gat að vísu búist við, að hún væri herskárri. Norðmenn
höfðu altaf verið vopndjarfari en Danir. En að þeir elskuðu
ættjörð sína meir, það var vafamál. Auðvitað væri til í báðum
löndum bændafólk, sem betur vissi en gamla konan, hvað
ættjörð væri, en allur þorrinn mundi geta tekið sér hennar
orð í munn. Og hvers var von? Voru mentamennirnir betri?
Hann segir sjálfur einhversstaðar, að hann hafi farið úr Osló
í þungu skapi, eftir að hann átti talið við stúdentana þar, sem
fyr er frá sagt. »í hug mínum festist þá æfilangt þessi þunga
spurning«, segir hann: »Hvorir standa framar, þessir bændur,
sem mentamennirnir kalla að hafi asklokið fyrir himin, þessir
bændur, sem engin kynni hafa haft af neinum hugsjónum og
aldrei orðið hugfangnir af þeim, — eða þessir mentamenn,
sem þekkja hugsjónirnar, hafa orðið hrifnir af þeim og dýrka
þær stöðugt með vörunum, en svíkjast undan merkjum óðar
en á reynir. Já, hvorir standa hærra, bændurnir, sem hafa
asklokið fyrir himin, eða mentalýðurinn svokallaði, sem hefir
líka asklokið fyrir himin?«.
Nú hvarf hann heim til Norvegs með brennandi löngun til
að rista þá setningu í hjörtu norskra búandmanna, að það er
unun, það er sæmd, að lifa fyrir ættjörð sína og deyja fyrir
hana, ef þess verður auðið.
Það bar til seint á sumri 1867 á Blikastöðum, efst uppi í
Guðbrandsdölum, að húsbóndinn sat að kaffidrykkju með
sonum sínum inni í baðstofu; þá kemur þar inn ókunnugur
maður með skreppu sína á baki. Hann var lágur vexti, grá-
klæddur og hversdagslega til fara. Hann heilsar og spyr,
hvort hægt sje að fá þar leigt húsnæði í vetur til að halda í
skóla; hann hefði heyrt, að þar væru húsakynni mikil og góð.
»Ertu skriftarkennari?® spurði bóndi. »Nei, eg ætla að halda
lýðháskóla hér, eins og þann í Sögutúni«. Heimamenn vissu
nú ekki mikið um það. Komumaður reyndi að skýra það fyrir
þeim og strákarnir fóru að leggja við hlustirnar. Bóndi tók