Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 53
48
Magnús Helgason:
Prestafélagsritið.
borgaraskap, embættishroka, trúarþröngsýni, vísinda-oflæti og
þar á ofan stjórnmála-ofstæki. Móti öllum þessum illvættum
átti Kristófer að berjast og félagar hans; hann gerði það líka
sleitulaust, bæði í ræðum og ritum. Hann var ágætlega vígur
á hvorttveggja. Eg efast um, að nokkur maður í Norvegi hafi
fimlegar beitt penna, hvort heldur til sóknar eða varnar. Upp
úr ræðum sínum um lýðháskólamálið hefir hann samið bók,
er nefnist »Folkelige Grundtanker®. Jafnvel Danir segja, að
það sé bezta bókin, sem rituð hafi verið um það efni. En
jafnframt tók hann með lífi og sál þátt í öllum þjóðmálum. í
stjórnmálum fylgdi hann vinstri-mönnum og hjó mörg högg og
stór fyrir þeirra málstað, í ræðum og blaðagreinum; en hann
fylgdi eigi flokki þeirra í blindni og sagði þeim oft heldur en
ekki beizkan sannleikann, er honum þótti flokkurinn beita
rangsleitni eða sýna skort á göfuglyndi í baráttunni.
Helgasta hjartans mál hans var þó æfinlega kristindómur-
inn. Hann sagði um þær mundir sem hann var að byrja skóla-
kensluna, að það hefði altaf staðið fyrir augum sínum sem
hið fegursta æfistarf og dýrlegasta, að vera prestur og boða
mönnum kristna trú, »en Sören Kirkegaard hefir kent mér
að ana ekki hugsunarlaust út í þá stöðu. Hann kendi mér að
rannsaka gaumgæfilega þennan litla kristindóm, sem eg átti
til, og mér varð það ljóst, að þó að eg kynni að mega heita
kristinn maður, þá var eg samt hræðilega illa kristinn, og að
eg mátti með engu móti takast á hendur að kenna öðrum þá
list, að vera kristinn, þegar eg kunni hana ekki betur sjálfur*.
í skóla hans var kristindómurinn ein höfuð-máttarstoðin, eins
og nærri má geta. Þegar vantrúaraldan tók að rísa hér á
Norðurlöndum um 1880, og féll yfir Norveg líka, þá stofnaði
hann hálfsmánaðar-tímarit, sem hann gaf út í 9 ár. Hann
nefndi það »For frisindet Kristendom*. Vó hann þar á tvær
hendur, gegn vantrú og siðleysi af annari hálfunni, en trúar-
þröngsýni og Faríseahætti af hinni. Og þegar hann varð loks
að leggja niður Vonheimaskólann 1893, gerðist hann prestur
í Ósló, eftir að hafa verið lýðháskólakennari í 26 ár. Ekki
lagði hann samt vopnin niður. Þá stofnuðu þeir Þorvaldur