Prestafélagsritið - 01.01.1923, Qupperneq 54
Prestafélagsritið.
Skilað kveðju.
49
Klaveness tímarit, er hét »For Kirke og Kultur*. Var
Kristófer ritstjóri þess öðrum þræði, þangað til hann var
sjötugur. Tímarit þetta hefir lagt afar mikinn og góðan skerf
til allra kristindómsmála og menningarmála Norðmanna og
Norðurlanda alla sína tíð, en altaf fundust mér þó þær grein-
arnar bera af, sem voru eftir ritstjórana, svo lengi sem þeirra
naut við.
Maður nokkur, sem var gagnkunnugur Kristófer, segist
aldrei hafa þekt nokkurn mann, sem verið hafi eins strangur
við sjálfan sig eins og hann. »Mér duttu oft í hug spámenn-
irnir fornu og meinlætamenn«, segir hann. Það var ekki af
fordild, að hann lifði svo, heldur af því, að hann taldi það
rétt og hollt. Hann vildi vera frjáls og óháður öllum og öllu,
og til þess er vissast, að hafa þarfirnar ekki fleiri en góðu
hófi gegnir, venja sig ekki á munað, og fýsnir allar á valdi
sínu. Hann hafði nóg efni til að lifa sældarlífi, eins og höfð-
ingi og nóga mentun og atgervi til að komast til æðstu mann-
virðinga, en hann kaus heldur að lifa eins og óbreyttur al-
múgamaður og verja öllum sínum efnum og öllum sínum
ljómandi hæfileikum til þess, að kenna almúganum að lifa
höfðingjalífi, sönnu höfðingjalífi, kenna það bæði almúga og
höfðingjum, að höfðingjabragurinn er ekki feitur magi, vín og
krásir né dýrindis klæði og húsbúnaður, heldur göfugur
hugsunarháttur, drengileg breytni, sannur manndómur í orðs-
ins fylstu og beztu merkingu. Hann samdi sig því alveg að
sveitasið alþýðu.
Hann var stundum kallaður, bæði í gamni og alvöru, spá-
niaðurinn frá Gautsdal. Og það er sagt, að höfuðstaðarbúum
hafi orðið starsýnt á hann, þegar hann kom ofan úr sveitinni,
«1 þess að halda tölur fyrir þeim um stærstu áhugamál þjóð-
arinnar, í bóndaklæðum sínum, hvorki með hvítt um háls né
nlnliði, og mikla, fagra, jarpa hárið ósnoðklipt að sveitasið,
on látprýðin svo göfugmannleg og kurteisin svo meðfædd, að
hver höfuðstaðar-oflátinn mátti öfunda hann af. Svo er sagt,
að jafnan hafi það verið siður á heimili hans, að láta vinnu-
kjúin matast með hjónunum og börnunum, og viðmótið við
4