Prestafélagsritið - 01.01.1923, Side 62
Presiaféiagsriiið. Krisíni og þjóðlíf á íslandi. 57
löndum höfðu á því að eiga mök við heiðna menn; á því
mundu íslendingar ekki síður en aðrir fá að kenna. Og þar
var sízf ívilnana að vænta meðan Ólafur Tryggvason fór með
völdin. En yrði Noregi Iokað fyrir Islendingum, þá var verzl-
unin við Noreg í veði. Ólafur konungur hafði sjálfur haft
hótanir í frammi, sem fóru í þá átt, að banna öll verzlunar-
viðskifti við Islendinga ef þeir ekki tækju kristna trú. Og slíkt
áhugamál var kristnin orðin Ólafi konungi, að öllum mátti
vera það Ijóst, að hann mundi ekki láta nema staðar við
hótunina eina saman, er hann í ofanálag vissi hve mikið var
undir því komið fyrir Islendinga, að verzlunin við Noreg ekki
teptisf. Loks gat svo farið, að það yrði þjóðfélagslegu sjálf-
stæði íslendinga að fótakefli, ef þeir þverskölluðust við að
verða við óskum konungs um kristnitökuna. Leiðin út til Is-
lands var ekki lengri en svo, að Ólafi hefði verið það létt
verk að bregða sér út þangað eða senda dálítinn her manns
til íslands, til þess að brjóta Islendinga til hlýðni við sig.
Þegar þeir Gissur og Hjalti komu út árið 1000, kunnu þeir
frá mörgu að segja um hugarþel Ólafs konungs til Islendinga,
er gat sýnt mönnum, að ekki stæði alveg á sama um það,
hvort kristni yrði lögleidd eða ekki.
II.
Og svo var kristnin Iögtekin — lögtekin samkvæmt tillögu
heiðins manns, — lögtekin af heiðnum meiri hluta, sem gera
niá hiklaust ráð fyrir, að hafi borið næsta lítið skyn á kristna
trú, — lögtekin á þjóðarsamkomu, sem skömmu áður hafði
sett lög um fjörbaugs-sekt hverjum þeim til handa, er lastaði
Soðin, og sjálf beitt þeim lögum gagnvart Hjalta Skeggjasyni
árinu áður. Þetta má heita eins dæmi í trúboðssögu. Og þó
er það að sumu leyti í fullu samræmi við katólska trúboðs-
venju þeirra tímá, þar sem lítt var spurt um réttan undir-
búning, en hitt gert að meginatriðinu mikla, að móðurarmar
heilagrar kirkju umlykju sem flesta, til að sjá þeim eilíflega