Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 64
Prestafélagsritið. Kristni og þjóðlíf á íslandi. 59
þegar hann átti um það tvent að velja að hverfa frá, að
óunnum þeim Njálssonum, eða bera eld að húsum og brenna
þá inni, þá hrís honum hugur við hinu síðara: »Er það stór
ábyrgðarhluti fyrir Guði, er vér erum kristnir sjálfir«, segir hann;
en bætir svo við: »Þó munum vér það til bragðs taka«.
En þótt vafalaust hafi hér fram eftir 11. öldinni gefið að líta
ýmsar menjar ókristilegs lundarfars, þá sætir nærri furðu, að
ekki skuli vera meiri brögð að slíku. Að vísu er tilfinnanlegur
brestur heimilda fyrir sögu 11. aldarinnar og varlega byggjandi
á einstökum ummælum hér og þar í sögum, sem ekki eru í
letur færðar fyr en á 13. öld, þegar ekki standa í beinu sam-
bandi við þá viðburði, sem verið er að skýra frá. En svo
langt sem þær upplýsingar ná, sem áreiðanleg sögurit eins og
íslendingabók hafa að geyma, verður ekki betur séð en að
hin unga kristni hafi, svo sem vænta mátti, haft góð og göfg-
andi áhrif á landslýðinn og enda, skjótar en búast hefði mátt
við, gert mikið til að bæta breytnina og umskapa hugsunar-
háttinn. Svo sem kunnugt er, skýra sögur vorar aðallega frá
viðburðum er gerðust á 10. öld og fyrsta fjórðungi 11. aldar.
En frá þeim tíma alt fram að byrjun Sturlunga-aldar — um
það tímabil eru engar sögur aðrar en »Biskupasögurnar«. Hvað
veldur þögninni um þetta hálfrar annarar aldar tímabil? Vafa-
laust aðallega vöntun á eiginlegu söguefni. Baráttutíminn með
öllum hans blóðsúthellingum er í bili undir lok liðinn, og frið-
artími kominn í staðinn. En friðarstörfin gáfu ekki nægilegt
söguefni. Sex árum eftir kristnitökuna hafði hólmganga verið
bönnuð, ef til vill meðfram fyrir þá sök, að ekki hefir þótt
sæma kristnum mönnum að útkljá deilur sínar á þann hátt.
Tíu árum síðar er útburður barna bannaður, og ekki verður
annað séð en að því banni hafi verið vel tekið af lands-
mönnum. Þegar þeir, sem frá æsku höfðu alist upp við kristna
trú, hafa náð fullorðinsaldri, leggjast að mestu af öll vígaferli
og óeirðir. Menn hætta smám saman að bera vopn, því að
nú var ekkert að óttast. Þegar segir í sögu Isleifs biskups,
sað hann hafi haft nauð mikla í sínum biskupsdómi sakir
óhlýðni manna«, þá á þessi kvörtun að líkindum einkum við