Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 66
Prestaféiagsritið. Kristni og þjóðlíf á íslandi. 61
vonum. En það má sérstaklega þakka því, hve vel tókst með
val hinna fyrstu biskupa og hve vandir menn voru að vali
eftirmanna þeirra alla 12. öldina. Því að það er sízt tilviljun
ein hve vel það val lánast. Það er áreiðanlega því að þakka,
hve vel mönnum hefir skilist nauðsyn þess fyrir þjóðfélagið
ekki síður en kirkjulífið, að til biskupsstöðunnar veldust af-
burðamenn. Hve vel góðum höfðingjum skildist þetta, má
meðal annars ráða af orðum Hafliða Mássonar við Ketil
Þorsteinsson, er síðarnefndur hafði með viturlegum fortölum
leitað um sættir milli Þorgils Oddasonar og Hafliða í málum
þeirra: »Það er mitt vit, að þá sé bezt hugað fyrir lands-
fólkinu, að því mannvali sem nú er, ef þú verður biskup«
(Sturl. 1, bls. 66). Sama tillitið réð þá líka í flestum tilfellum
úrslitum. Höfðingjarnir, sem mestu réðu, skildu, að hér var
mest undir mannkostunum komið. Almenningsheillir urðu hér
að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu og tillitið til þeirra.
Hið ytra vald, sem biskupum vorum var í hendur selt, var
ekki mikið framan af. En virðingin fyrir þessum vitru og
gervöxnu mannkostamönnum og fyrir starfi þeirra, nægði til
þess að menn fúslega hlýddu boðum þeirra um sérhvað, það
er horfði til heilla og sannra þrifa kristinni trú, guðsótta og
góðum siðum. Þess vegna fengu þeir komið svo miklu og
góðu til leiðar, þrátt fyrir mjög takmörkuð ytri völd framan af-
Að vísu er svo mælt í Hungurvöku um Isleif biskup — eins
og áður er vikið að — »að hann hefði nauð mikla í sínum
biskupsdómi sökum óhlýðni manna«. En þetta þarf engan
veginn að skilja svo sem hann hafi engu fengið áorkað til
siðbóta. Má alt eins vel skýra það svo, að hann hafi ekki
fengið áorkað nándar nærri því sem hjarta hans þráði. Og
þótt Adam frá Brimum vafalítið taki of djúpt í árinni, er hann
lýsir biskupsdómi ísleifs sem gullaldartímum, þar sem. þjóðin
hafi biskup sinn fyrir konung og allur lýður fari að bend-
ingum hans og telji það fyrir lög, sem hann skipar af Quðs
hálfu, þá er auðsætt af því trausti og þeim ástsældum, sem
varð hlutskifti sonarins, Gissurar, að faðir hans hafði sízt til