Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 69
64
]ón Helgason:
Prestafélagsritið
við Guð að hafa, nema þeir selji upp goðorðs-nafnið þangað
sem fallið þykir og gangi frelstir frá ívasan til Guðs embættis
og til vígslutöku« (1190). En þar sem kirkjurnar voru enn
eign einstakra manna, höfðu eigendurnir orðið að kosta unga
menn til læringar og kristinréttur hinn forni inniheldur ýmis
ákvæði um afstöðu þessara presta til kirkjueigenda, sem gerðu
prestsstöðuna oft og einatt lítt eftirsóknarverða, þar sem hún
með þessum hætti gat hæglega orðið einskonar andleg vinnu-
menska. Þá hafði ekki heldur leigupresta-haldið verið vkja
heppilegt fyrir kirkjuna, þar sem kirkjueigendur gerðu samning
um kirkjulega þjónustu fyrir eitt og eitt ár í senn. Þetta hafði
líka vafalaust fráfælandi áhrif á marga. En eftir að tíundarlögin
komust á urðu launakjör presta bærilegri, svo að nú urðu
menn fúsari til að gerast prestar og þó einkum eftir að bók-
leg mentun hafði verið gerð að prestsskapar- og vígsluskilyrði.
Því að skólagangan freistaði margra og með öðrum hætti var
ekki hægt að afla sér sæmilegrar mentunar innanlands en með
því að ganga í þessa skóla, sem hér voru og allir voru sniðnir
eftir þörfum prestsefna. En sú mentun, sem veittist ungum
mönnum í skólum þessum, hefir, sem fyr segir, engan veginn
verið svo ófullkomin sem ætla mætti, enda leituðu allmargir
ávalt til útlanda að afloknu heimanámi, til þess að fullkomna
sig frekar í klerklegum lærdómi.
Með klaustrunum fær þjóðin nýjar menningar-miðstöðvar við
hliðina á skólunum, sem fyrir voru. Um lífið innan klaustur-
veggja á íslandi herma heimildir vorar fremur fátt, en það
sem þaðan barst út yfir landið bæði í bundnu máli og óbundnu,
lætur oss ekki í efa um hvers eðlis það líf var, sem þróaðist
þar innan veggja. I klaustrunum fundu þeir menn, sem þráðu
heilagt innskoðunarlíf með Guði og sjálfum sér, í kyrlátri íhugun
og guðrækilegum hugleiðingum, hæli og skjól. Þangað leituðu
og ýmsir þeir menn, er áður höfðu staðið framarlega í baráttu
og veraldar-ívasan heimsumsvifanna, en voru orðnir þreyttir á
öllu slíku, til þess að gráta syndir sínar og vaxa til heilags
lífs og Guði þóknanlegs fyrir iðrun og yfirbót, fyrir brennandi
bænarlíf og iðkun góðra sáluhjálpar-verka fjarri skarkala