Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 71
66
Jón Helgason:
Prestafélagsritið-
heyrt skrautlegra og áhrifaríkara. Hljómur kirkjuklukknanna,
hin tendruðu ljós, hin angandi ilmbrensla, hin marglitu messu-
klæði, hinn hátíðlegi messuflutningur o. s. frv., alt þetta nægði,
þótt kirkjuhúsið sjálft væri lítið og útbúnaður þess af vanefnum
miklum, til þess að hafa áhrif á tilfinningalífið og vekja hjá
söfnuðinum lotningu fyrir hinu himneska og háa eða réttan
fjálgleik, svo að menn fyndu til nálægðar hins ósýnilega Guðs
í hinu óásjálega og íburðarsnauða guðshúsi sínu.
En þótt með guðsþjónustuhaldinu væri mest gert að því að
hafa áhrif á tilfinninguna, þá hefir engan veginn vantað við-
leitni til þess einnig að hafa áhrif á bæði þekkinguna og
viljann. Af þeim tiltölulega mörgu prédikunum (homilíum) á
íslenzku, sem enn eru til í gömlum handritum, og þegar hafa
verið gefnar út á prent og talið er af lærðum mönnum, að
séu einmitt frá 12. öld, er auðsætt, að prédikanaflutningur á
tungu landsmanna, hefir verið ærið algengur úti hér á þeim
timum, og jafnvel algengari en í öðrum löndum kristninnar.
Slíkur prédikanaflutningur virðist þó einkum hafa tíðkast á
stórhátíðum kirkjuársins og meiri háttar tyllidögum. Þá hafa
menn útlistað fyrir söfnuðum sínum andlegt gildi dagsins, en
að sjálfsögðu varð þá ekki hjá því komist að gera og grein fyrir
trúfræðilegri skoðun kirkjunnar á hátíðatilefni dagsins við það
tækifæri. Þá geymast í homilíum þessum útskýringar á heil-
ögum sakramentum kirkjunnar og fræðandi hugleiðingar um
gildi og áhrif þeirra. Á sama hátt er þar gerð grein fyrir
þýðingu ýmsra heilagra athafna og helgisiða, jafnframt því sem
gefin er fræðsla um skilyrðin fyrir blessunaráhrifum af því að
hafa þau um hönd. í þeim finnum vér og allmerkilegar útlist-
anir í homilíu-formi á trúarjátningunni og faðir vor, er þegar
á þeim tímum voru orðin höfuðliðir hinnar kirkjulegu barna-
fræðslu — seinna bættist við engilkveðjan eða Maríuversið (»Ave
Maria«), — er hvert barn 7 vetra skyldi hafa numið til fulln-
ustu. Sem geta má nærri vantar ekki í homilíur þessar kristi-
legar áminningar til yfirbótar og baráttu gegn synd og freist-
ingum, til lífernishelgunar og bænrækni. Og að áherzla er þar
lögð á góðu verkin og þá sáluhjálplegu verðleika, sem við þau