Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 73
68
Jón Helgason:
Presíafélagsritið.
færa í Ietur hér á landi ekki síður en annarsstaðar. Helgra-
mannasögurnar skyldi lesa upp (þaðan nafnið »legendæ«) fyrir
söfnuðunum á minningardegi þess helga manns, er í hlut átti.
En ekki tel eg neinn vafa á, að þær hafi snemma borist út
til almennings í afritum og verið notaðar til heimalesturs meðal
alþýðu, og það því fremur sem þær gerðu hvorttveggja í senn
að skemta eyrum manna, er voru þyrstir í sögulegan fróðleik,
og að vera þeim til sálubóta með því að setja almenningi fyrir
sjónir og til fyrirmyndar kristilegt sálarþrek, elsku til guðs og
sjálfsafneitun, auðmýkt o. s. frv. og gátu þannig orðið hið
bezta uppeldismeðal í trúarlegu tilliti.
Loks mætti gera ráð fyrir, að hinn heilagi kveðskapur, sem á
12. öld tekur að koma fram, hafi einnig borist út til almennings
og haft áhrif á trúarlíf manna, enda er hann til orðinn í því
skyni frá hendi höfundanna, og hefði verið vel til þess fallinn
að ýmsu leyti. Aðrar eins perlur trúarljóða eins og »Harmsól«
eftir Gamla í Þykkvabæ, »Leiðarvísan« og »Sólarljóð« þykir mér
lítt trúlegt að hafi getað geymst til lengdar innan klaustur-
veggja eða í skrínu höfundanna, án þess að berást út til ljóð-
þyrstrar og ljóðelskrar alþýðu. En vel má vera, að þetta hafi
dregist nokkuð, ef til vill fram á 13. öldina, því að vitanlega
þurfti Iengri tíma til útbreiðslu slíkra kvæða þá en síðar. En
hvað sem þessu líður, þá er hitt víst, að öll þessi ljóð og eins
það er við bætist á 13. öldinni (t. d. »Líknarbraut«, bænarerindi
Kolbeins Tumasonar: »Heyr himnasmiður«) opnar mönnum
útsýn inn í trúarhugsun manna á þessum tímum og lætur oss
í té fullgilda sönnun þess hve heilbrigðar eru trúarskoðanir
þessara manna. Eftirtektarvert er það í andlegum ljóðum þessara
tíma, hve vel höfundunum skilst, að kristindómurinn er fagn-
aðarmál kærleikans, og hið hreina hjarta æðsta krafa hans til
mannanna. Og það er þá líka eftirtektarvert í þessu sambandi
hversu Jóhannes postuli er þar göfgaður öllum postulum fremur,
ekki aðeins svo sem »systrungur ýta hilmis« (þ. e. frændi Krists),
heldur og svo sein sá er vegna hreinleika síns »náði að líta
alla dýrð eirar stillis« og hlaut sjálfur að launum »alla dýrð
af engla stilli« (Gamli), og Nikulás ábóti rómar Jóhannes