Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 74
Prestafélagsritiö.
69
Kristni og þjóðlíf á íslandi.
postula í ]óns-drápu sinni svo sem »guðdóms geymi« þ. e.
gæzlumann hinnar heilögu meyjar (custos divæ). Aftur er
Páll postuli naumast nefndur í íslenzkum ljóðum fyr en á 14.
og 15. öld.
IV.
Það sem segja mætti, að bregði ljóma yfir kristnihaldið
íslenzka á tímabilinu fram að miðbiki 12. aldar, er um-
fram alt hin gæfuríka staðreynd, hve innilega það er sam-
gróið íslenzku þjóðlífi. Fyrir það urðu áhrif kristninnar á aldar-
farið jafn heillarík alls yfir og þau urðu þegar á 11. öld, og
að þeim áhrifum bjó fram yfir miðja næstu öld. Að »höfðingj-
arnir voru lærðir og klerkarnir þjóðlegir« — eins og Sars sagna-
meistari að orði kemst — studdi öllu öðru fremur að því, að
gera katólskuna úti hér jafn »ókatólska« og hún varð á þessu
tímaskeiði, enda er það nálega eins dæmi í katólskum sið.
Að vísu hafði íslenzka kirkjan frá upphafi lotið erlendu
erkibiskupsvaldi (frá Brimum fyrst og síðar frá Lundi). En
Islands-álar voru of djúpir og breiðir til þess, að þetta gæti haft
veikjandi áhrif á hið þjóðlega kristnihald vort. En fjarlægðin varð
minni eftir að íslenzka kirkjan komst undir erkistólinn í Niðar-
ósi. Og vegna nánara sambands og greiðari samgangna milli
Noregs og Islands, gátu hinir norsku kirkjuhöfðingjar altaf
haft spurnir af kirkju-högum vorum og látið öðruvísi til sín
taka um kirkjumál vor en hinir höfðu getað.
Með Eysteini erkibiskupi Erlendssyni hefst ný kirkjumála-
stefna í Noregi. Hann kemst snemma á lagið þar að beita
ofurvaldi kirkjunnar, og Eiríkur blindi Ivarsson fetar trúlega í
fótspor hans. Báðir voru þeir menn kappsfullir og fylgnir sér og
báðir alteknir af andanum frá Rómi, sem nú mótaðist allur af
kirkjustjórnar-kenningum Gratians (decretum Gratiani), þar
sem hugsjónir Hildibrands voru endurbornar og rökstuddar.
Hið þjóðlega og ókatólska íslenzka kristnihald hlaut því að
vera þyrnir í augum slíkra manna. Þó leynir sér ekki kald-
hæðni sögunnar í því, að einmitt þessir tveir erkibiskupar
skyldu verða til þess að vega að hinu þjóðlega kristnihaldi