Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 75
70 Jón Helgason: Prestafélagsntið.
íslendinga, og til þess með nýrri »kirkjulöggjöf« að rjúfa friðinn
og undirbúa Sturlungaöldina. Þeir voru sem sé báðir af ís-
lenzku bergi brotnir. Eysteinn erkibiskup 4. maður frá Ospaki,
bróður Guðrúnar Osvífsdóttur (og 8. maður í beinan karllegg
frá Birni Austræna), en Eiríkur erkibiskup átti — sem fyr
segir — alíslenzkan föður, Ivar skrauthanska, er biskup varð
í Niðarósi. Annar þessara erkibiskupa, Eysteinn, vegur að
kirknaforræði leikmanna hér á landi, hinn aftur, Eiríkur erki-
biskup, bannar stranglega, að biskupar vígi goðorðsmenn
nema þeir selji af hendi það nafn og »gangi frelstir frá
veraldar-ívasan til guðs embættis og vígslutöku«. En hvort-
tveggja þetta verður til þess að staðfesta djúp milli kirkjunnar
og hinna veraldlegu höfðingja — bein árás á hið þjóðlega
kristnihald íslendinga!
Hingað til höfðu veraldlegir höfðingjar átölulaust farið með
hin andlegu mál, stýrt kirkjunnar málum eftir gömlum og
góðum íslenzkum lögum, tilnefnt biskupa, látið sér ant um
guðrækni manna og góða siðu og sjálfir einatt látið vígjast
til kirkjunnar þjónustu, jafnframt því sem þeir héldu veraldlegu
valdi sínu og metorðum. En nú átti alt þetta að þoka svo
sem ósamrímanlegt andanum frá Rómi, og afleiðingarnar urðu,
þær er Þorgeir sá fyrir, er hann við kristnitökuna á alþingi
mælti, að »slitið mundi friðnum, er slitið væri í sundur lög-
unum«. Kröfur þeirra Eysteins og Eiríks um algert sjálfforræði
kirkjunnar voru ný lög, er ekki höfðu fyrri heyrst á Islandi
og riðu í bága við gömul og góð íslenzk lög. Þegar því er
tekið að fylgja fram þessum kröfum, þá er og að heita má
friðnum slitið frá sömu stundu. En er það ekki líka kaldhæðni
sögunnar, að sá maðurinn íslenzki, er verða átti höfuðdýrlingur
íslenzkar kristni, sjálfur Þorlákur helgi, skyldi verða verkfærið
í hendi Eysteins erkibiskups, til þess að klæða holdi og blóði
valdahugsjónir erkibiskups og páfa — og þann veg fyrstur til
þess hérlendra manna að vega að þjóðlega kristnihaldinu ís-
lenzka, — en Jón Loftsson aftur til þess að verja það?
Með viðureign þeirra Þorláks helga og Jóns Loftssonar,
hefst glíman milli páfakirkju miðaldanna og hinnar þjóðlegu