Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 80
Prestafélagsritið.
75
Kristni og þjóðlíf á íslandi.
tvær hjá honum, þegar þeir Rafnssynir gerðu heimsókn að
honum. Það mun láta nærri, að enginn af höfðingjum, sem
mikil völd höfðu, hlíttu einni konu. Má geta nærri hvernig
siðferðið hafi verið hjá ýmsum hinna minni háttar, þegar
höfðingjarnir og veraldlegu leiðtogarnir höfðust slíkt að, enda
eru nóg dæmi fyrir hendi, er sýna, að heimamenn höfðingja
voru sízt eftirbátar þeirra í allskonar siðleysi.
Að áhrifa spilts tíðaranda verður einnig vart innan presta-
stéttarinnar, jafn fjölmenn og hún var, er sízt að furða. Að
vísu er þeirra helzt í heimildunum getið, sem mest höfðu sig
í frammi, en hinna fæstra minst, sem lifðu lífi »kyrlátra í
landinu«, tóku engan þátt í óeirðunum, en stunduðu skyldu-
verk sín fjarri skarkala veraldarinnar. Og sennilega hefir svo
verið um allan þorra presta einnig á þessum vargaldar-tímum.
En þeir prestar voru vissulega einnig til, sem sýktir voru af
tíðarandanum og fóru um sveitir til hryðjuverka með höfðingjum
alvopnaðir. Erkibiskupar höfðu hvað eftir annað bannað prestum
vopnaburð. En menn sintu ekki því banni, sem ekki var heldur
við að búast, því að sem geta má nærri var enginn öruggur,
sem vopnlaus fór ferða sinna á þeim tímum er alt landið
logaði í vígaferlum. Komið höfðu og út erkibiskupsbréf er
bönnuðu messuflutning og alla helga þjónustu prestum, sem
höfðu víg á samvizku sinni, en naumast hefir því verið hlýtt
alment eftir að alt var komið í bál. Þó finnast dæmi þess,
að prestar skirrast við að vega að mönnum t. a. m. Vigfús
Ogmundsson. Hann kvað það maklegast, að hann vægi að
Þorsteini Arnþrúðarsyni, en, segir Sturlunga, staldist illa til
fallinn, er hann var prestur«. I siðferðilegum efnum ber ekki
á öðru en að prestar hafi hegðað sér sæmilega. Okvæni presta
var enn ekki viðurkent kirkjulögmál á landi hér. Allur þorri
presta var enn eiginkvæntur eða lifði að samvistum við konu
án þess að nokkur hneykslaðist á því. Til þessa höfðu flestir
biskupar verið eiginkvæntir. Klængur biskup virðist jafnvel
hafa kvænst all-gamlaður og konan ekki að hafa haft neitt sér-
le2t siðferðisorð á sér. En því ágætara orð fór af Jóru dóttur
þeirra, sem Þorvaldur Gissurarson átti að fyrri konu. Um