Prestafélagsritið - 01.01.1923, Side 82
Prestaféiagsritið. Kristni og þjóðlíf á íslandi. 77
framgenginn var, þó ekki væri vegna annars en synda, sem
gleymst hafði að skrifta og fá eftirgjöf á, út frá hinu gamla
biblíuorði: »Hver veit hve oft honum yfirsést*. Sennilega hafa
líka hörmungar innanlands óeirðanna, ástvina- og eignamissir,
orðið til þess að beina hugum margra í hæð og opna augu
þeirra fyrir því, að tryggilegast væri að rækja eilífðarskyldur
sínar, því enginn vissi nema sá dagurinn væri hans síðasti.
Og eftirtektarvert er það, hve menn láta sér ant um, að deyj-
andi vinir, og óvinir með, næðu til prests, til þess að meðtaka
hið rétta veganesti af prestsins hendi til ferðarinnar yfir á
ókunna landið. Einna fegursta dæmið sannguðrækilegs hugar-
fars hjá leikmanni á 13. öldinni verður dæmi Rafns Suein-
bjarnarsonar frá Eyri, enda stendur hann þar eins og klettur
úr hafi einn sér að mestu. Það var Rafn, sem þá er hann
sótti heim hinn heilaga Egidius í Ilansborg bað almáttugan
Guð, »að af verðleikum Egidíi skyldi hvorki fjárhlutur, né
þessa heims virðing svo veitast honum, að þeir hlutir hnektu
fyrir honum fagnaði himnaríkis dýrðar«. Og svo var einlæg
lotning hans fyrir heil. ]akobi postula, að hann vildi ekki
berjast kveldið fyrir Jakobsmessu, þótt hann ætti allskostar við
mótstöðumann sinn Þorvald í Vatnsfirði. Rafn fær þá líka
þann vitnisburð í sögunni, að »hann vildi heldur deyja fyrir
trygðarsakir en ótrygðar« og »heldur hafa svívirðing af mönn-
um í orðlagi fyrir Guðs sakir, og hætta svo lífi sínu til eilífrar
miskunnar almáttugs Guðs«. En honum voru þá og fáir líkir í
leikmannastétt um hans daga. Það er og eftirtektarvert í þessu
sambandi, hve trygg og innileg vinátta var með þeim Rafni
og Guðmundi góða meðan báðir lifðu.
Hvílíkt vald kirkjan hafði yfir hugum manna þrátt fyrir þá
spillingu, sem komin var inn í þjóðlífið, kemur berlega í ljós
og á margvíslegan hátt. Þótt menn tregðuðust við að láta
líf sitt helgast af anda kristindómsins, þá hlýðnuðust þeir ærið
möglunarlaust öllum ytri fyrirmælum kirkjunnar, er lutu að
kirkjulegu agahaldi, eða snertu skyldur manna við tíðahald og
kirkjulegar athafnir, svo sem að færa börn til skírnar, að ganga
til skrifta, að láta ferma ungdóminn, neyta Guðs líkama og