Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 83
78
jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
annað þess háttar. Vrði einhverjum það á, að gerast brotlegur
við heilaga kirkju, þótti sjálfsagt við fyrsta tækifæri að reyna
að sættast við kirkjuna og taka skriftir og aflausn. Bannsetning
var það örþrifaráð, sem kirkjan greip til gegn sérstaklega
ófyrirleitnum mótstöðumönnum kirkjuvaldsins. En þótt bitið
vildi fara úr því vopni við of tíða brúkun, stóð þeim, er fyrir
því urðu, ávalt stuggur af því, og eins var mönnum lítt um það
gefið að hafa samneyti við bannfærða menn.
En í skjóli kirkjunnar dafnaði rík hindurvitnatrú, er á ýmsa
vegu setti blæ á líf einstaklinganna. Og hjátrúin blandaðist á marga
vegu saman við kirkjulegar trúarskoðanir manna, svo að þeim
varð einatt erfitt að greina hvað frá öðru, það er heyrði trúar-
innihaldinu til, og það er ekki var annað en ávöxtur fallinn
af meiði hjátrúarinnar. Var þetta því eðlilegra sem hjátrúin
virtist oft eiga nokkra viðfestingu þar sem var kenning kirkj-
unnar sjálfrar og ýmsir siðir hennar. Þótt tiltölulega lítið beri
á glötunarógnunum í íslenzkum homilium þessara tíma, þá
verður því ekki neitað, að í viðurkendri kenningu kirkjunnar
var trúin á djöful og myrkranna máttarvöld mjög áberandi,
og við ýmsar kirkjulegar athafnir, t. d. við skírnina með hinum
marg-endurteknu særingum og útrekstri illra anda, var alþýðu
manna innrætt sú sannfæring um djöful og ára hans, að hún
hlaut með ugg og ótta að hugsa til þeirrar hættu, sem úr þeirri
átt væri búin veikum og vesælum manninum. Með hugmynd-
unum um veldi og mátt Satans, endurfæðist í hugum manna
hin heiðinglega hjátrú, sem aldrei hafði tekist að útrýma, trúin
á illar vættir og kynjaverur, huldufólk, fylgjur, dverga og
drauga, á vitranir, fyrirboða, drauma og allskonar hindurvitni,
sem fornsögur vorar eru svo auðugar af og lengst af hefir
liíað með alþýðu þessa afar-strjálbygða lands, og þrifist svo
vel í aídala-einverunni og vetrar-skammdeginu. Að sjálfsögðu
endurspegla 'allar hinar mörgu kynjasögur, sem geymast í forn-
sögum vorurn, að ýmsu leyti þá tíma, sem söguviðburðirnir
gerðust á, en þær endurspegla þó vafalaust ekki síður þá
tíma, er sögurnar eru í letur færðar. En hvað sem því líður,
þá var öllu slíku trúað sem nýju neti, bæði á 12. og 13. öld.