Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 85
80
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
heitsins og voru tveir prestar sendir utan, en hvort þeir kom-
ust nokkru sinni alla leið suður í páfagarð, hermir sagan ekki.
Heilbrigðs, vitandi trúarlífs var enn helzt að leita í klaustr-
unum. Við lok þjóðveldistímans eru þau orðin sjö að tölu (þrjú
í Sunnlendingafjórðungi, eitt í Vestfirðingafjórðungi og þrjú í
Norðlendingafjórðungi). Hefir yfirleitt farið bezta orð af reglu-
haldi í þeim öllum, og af sumum hið mesta ágætisorð sökum
áhuga þeirra á vísindaiðkunum og bókagerð, sem þar áttu sér
friðland á róstutímum. A Þingeyrum gera í þessu tilliti garð-
inn frægastan þeir Karl ábóti Jónsson, Gunnlaugur Leifsson
og Oddur Snorrason, á Þverá Nikulás ábóti, í Þykkvabæ
Þorlákur helgi og Gamli kanoki, og er kemur fram á 13. öldina
sá ágæti fræðimaður Brandur ábóti Jónsson. Vfir höfuð að
tala má segja, að íslenzku klaustrin hafi átt drjúgan þátt í, að
13. öldin, sú skeggöld og skálmöld, sú vindöld og vargöld
sem hún var, gat jafnframt orðið sú gullöld í bókmentalegu
tilliti sem hún varð, þótt vitanlega væru það ekki klaustra-
menn, sem þar hafa getið sér frægast nafn (t. a. m. Snorri
og Sturla Þórðarson). En það var þó einkum hið kyrláta
guðræknislíf, sem þróaðist þar innan dyra, er varpaði helgiblæ
yfir klaustrin í meðvitund almennings, og ekki sízt á róstu-
tímum litu augu margra þeirra manna, sem þreyttir voru orðnir
af allri þeirri háreysti veraldarinnar, sem landið bergmálaði af,
til klaustranna og óskuðu sér þar ellidvalar fjarri skarkala
heimsins, til þess í friði að geta búið sig undir burtförina úr
heimi þessum. Þegar annar eins maður og Jón Loftsson á-
formar að efna til klausturstofnunar á Keldum — sem að
vísu fórst fyrir sökum mótþróa Þorláks biskups — má telja
víst, að hann hafi sjálfur haft í huga að leita sér þar ellihælis.
Guðmundur grís gengur á gamals aldri í klaustur. Guðmundur
dýri endar æfi sína svo sem munkur í Þingeyraklaustri. Hallur
Gissurarson gengur í Helgafellsklaustur og verður síðar ábóti
þar. Þorvaldur bróðir hans gerist kanoki í Viðey og um
Gissur jarl hermir sagan, að hann væri staðráðinn í að ganga
undir reglu, en lífið hafi ekki enzt til að koma því í fram-
kvæmd.