Prestafélagsritið - 01.01.1923, Qupperneq 89
84 ]ón Helgason: P restaf élagsritiö.
Skálholti, að undanteknum árunum sem Árni Ólafsson var
hér, frá 1339—1465, alls 13 að tölu. Nokkur vafi leikur á
hvort þetta sé rétt hvað Skálholt snertir, því að allar líkur eru
til þess, að Jón Sigurðsson, er þar var samtíða Ormi biskupi
á Hólum, hafi og verið Islendingur. En hvað sem því líður,
þá verður um hvorugan þeirra biskupanna, ]ón eða Árna,
sagt, að þeir hafi reynzt þjóð sinni betur en hinir al-útlendu
biskupar, er hingað komu.
Þó eiga útlendu biskuparnir hér úti sízt allir óskilið mál.
Þótt óneitanlega væru meðal þeirra menn, sem aldrei hefðu
átt að komast í slíka stöðu, yfirgangsseggir og jafnvel mis-
indismenn, eða menn, sem telja verður ónytjunga, sem fátt
eða ekkert liggur eftir nýtilegt, þá voru þar einnig í hópnum
sannkallaðir sómamenn, sem vildu landsmönnum vel og ræktu
skyldur sínar með árvekni og samvizkusemi. En hvernig sem
litið er á sendingu slíkra manna út hingað, þá getur dómur-
inn um þá staðreynd í heild sinni aldrei orðið annar en sá,
að það hafi verið mjög misráðið og til tjóns fyrir andleg þrif
landsmanna. Þessir menn hlutu að vera öllu ókunnugir úti
hér. Þeir voru menn, sem aldrei gátu skoðað sig öðru vísi en
svo sem gesti og útlendinga hér á landi. Óbrúandi djúp hlaut
að vera staðfest milli þeirra og bæði landsmanna yfirleitt og
prestastéttarinnar sérstaklega.
Um áhrif frá þeim á prestastéttina er varla að ræða, enda
hnignar henni nú tilfinnanlega, áhuginn á andlegum efnum
dvínar og löngunin til sjálfstæðrar bóklegrar iðju hverfur. Á-
huginn á sögurituninni lendir nú allur í að afrita handritin frá
gullaldartímabilinu. Rétt eina undantekningin eru þeir Árni
biskup Helgason, er líklega hefir ritað sögu móðurbróður síns
Árna biskups Þorlákssonar, og séra Einar Hafliðason á Breiða-
bólstað, er ritar sögu vinar síns og læriföður Lárentiusar
biskups Kálfssonar, af talsverðri snild. Þeim góða manni séra
Einari eigum vér og að þakka einn af merkustu annálum vorum,
enda verður annálaritunin upp frá þessu eina sagnaritunin, er
hér á sér iðkendur að nokkru ráði. Vafalaust hafa þó ýmsir
prestar á þessu tímabili gert sér til yndis að skrifa sögur