Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 94

Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 94
PrestaféUgsritiB. Kristni og þjóðlíf á íslandi. 89 eins sjálfan greftrunardaginn, heldur marga daga eftir, já, stundum daglega í fleiri misseri, eftir því sem um hafði samist með presti og annaðhvort hinum dána sjálfum fyrir andlátið eða ættingjum hans að honum látnum. En alt slíkt stóð í réttu hlutfalli við stærð sálugjafarinnar, sem gefin hafði verið, því að það »þótti hvervetna háttur góðra kristinna manna, að gefa nokkuð til kirkna og kennimönnum til bænahalds fyrir þeim, sem fram eru farnir af heiminum*. Sem dæmi þess hve rausn- arlega var gefið hér á landi fyrir sálu sinni, má minna á erfðaskrá Einars Eiríkssonar í Vatnsfirði, föður Bjarnar Jór- salafara, frá 1383. Er hún stór-merkilegt skjal og lærdóms- ríkt í ýmsu tilliti. Meðal annars má af því skjali sjá, að mat- gjafir til fátækra hafa verið tíðkaðar í sambandi við andlát heldri manna. Er þar tekið fram, að gefa skuli »fátækum mönnum 5 hundruð í kosti og sé gefið í sjö náttum frá and- láti mínu«, og eins sú ráðstöfun gerð, að árlega skuli á ár- tíðardegi hans gefa »fátækum mönnum hundrað í kosti«. — Þótt margvísleg hindurvitnatrú væri enn samfara og sam- vaxin kristindómi íslenzkrar alþýðu á þessu tímaskeiði, og þrátt fyrir alla verkhelgi og umhugsunarlausa samsinning á kenni- setningum kirkjunnar er sízt að efa, að þessi útvortis guð- rækni öll, hefði allmikil og betrandi áhrif á félagslífið svo sem andvægi gegn þeirri spillingu, sem drotnaði með þjóðinni. Þrátt fyrir alt var hér um nokkurn súrdeigskraft að ræða, sem átti sinn þátt í að varðveita þjóðina frá að sálast andlega og gefast upp í öllu því andstreymi, óáran og drepsóttum, sem sóttu hana heim á 14. öldinni. Enn er þjóðin að vísu skamt á veg komin í fórnarlund. Þegar þeir Árni biskup Helgason og Haukur lögmaður gang- ast fyrir stofnun »lærðra manna spítala« í Gaulverjabæ og Lárentíus biskup fyrir öðrum samskonar í Ólafsfirði, þá er þar stigið stórt spor í mannúðaráttina, þótt enn sé aðallega hugsað um hag einnar stéttar. En þess sér vott víða, að mannúðin fer sífelt vaxandi og kemur það einkum fram í meiri elsku hl náungans og umönnun fyrir þeim sem bágt áttu. Að vísu er hefndargirnin enn þá all-áberandi í fari almennings og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.