Prestafélagsritið - 01.01.1923, Side 95
90
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
þrasgirni mjög algeng, en þó verður nú oftar vart hugar-
þels, sem mótað er og helgað af fyrirmælum kristindómsins:
»elskið óvini yðar o. s. frv.«, er sýnir oss aukinn skilning
manna á mannkærleikanum sem kristilegri skyldu. Erfðaskrár
þær og gjafarbréf, sem enn eru til frá þessum tímum, bera
að vísu fyrst og fremst vott um það hugarþel, er menn báru
til kirkjunnar svo sem hjálpræðisstofnunarinnar, sem vér ættum
veitingu hins eilífa hjálpræðis annars heims að þakka. En þar
eru og gerðar ráðstafanir til Guðs þakka, til að létta neyð
náungans, sem ekki þektust áður, sízt í sama mæli, þegar flest
stefndi að því að tryggja sem bezt eigin hagsmuni þessa lífs
og eigin sáluhjálp annars heims. Tilgangurinn með þessum
ráðstöfunum er að vísu oftast sá að ávinna sjálfum sér miskunn
Guðs. En þjóðfélagið naut þar góðs af jafnframt, þar sem
þessi fórnfýsi setti þó ávalt eiginhagsmuna-tillitinu takmörk.
Eg tel vafalítið, að almennrar og kristilegrar bróðurelsku hefðu
sést miklu fleiri menjar, ef ekki hefði fátækt almennings staðið
í vegi. Það var svo nauðalítið, sem allur þorri manna gat lagt
að mörkum öðrum til hjálpar á þeim neyðartímum, sem yfir
dundu, ekki sízt á síðari helmingi 14. aldar og fyrri hluta
hinnar 15. Þar átti hver nóg með sig og sína.
Þó er eftirtektarvert, hve altaf lifir ferðalöngunin með ís-
lendingum. Svo erfitt sem mönnum var orðið að fullnægja
þeirri löngun, bæði vegna fátæktar og illra samgangna, gegnir
furðu, hve tiltölulega algengar utanfarir Islendinga eru á 14.
öld og þá ekki sízt utanfarir til Guðs þakka, þ. e. pílagríms-
ferðir, ekki aðeins til þeirra staða, sem næstir voru, heldur og
suður í lönd til Skt. Jakobs á Spáni, til Róms og enda allar
götur austur til Jórsalalands. Að vísu verður að gera ráð fyrir,
að það hafi einkum verið efnamenn, sem leyfðu sér slíkt, en
það er eins fyrir því vitni um trúarlegan áhuga hjá almenningi.
Björn Jórsalafari fer, sem kunnugt er, þrisvar í slíkan leið-
angur og er utan stundum árum saman í því skyni.
Um eiginlega alþýðufræðslu er lítið hugsað á þessu tíma-
skeiði, nema rétt aðeins um fræðslu æskulýðsins í meginatriðum
kristindómsins. Guðfeðginum var gert að skyldu að vaka yfir