Prestafélagsritið - 01.01.1923, Side 96
Prestaféiagsritið. Kristni og þjóðlíf á íslandi. 91
því, að börn þau, sem þau höfðu veitt guðsifjar, lærðu barna-
laerdóm sinn (trúna, faðirvorið og Maríu-versið, og síðar einnig
tíu boðorðin) og því urðu guðfeðgin að sætta sig við, að láta
yfirheyra sig í barnalærdóminum á undan hverri skírn, sem þau
voru vottar að, til staðfestu því, að þeim væri trúandi fyrir að
rækja þær skyldur, sem með guðsifja-sambandinu voru þeim
á herðar lagðar. Hins vegar áttu prestarnir að vaka yfir því
samkvæmt lögum kirkjunnar að guðfeðgin gerðu skyldu sína
í þessum efnum. — Frá byrjun 14. aldar verður það aftur um
hríð ærið algengt hér á landi, að prestar flyttu prédikanir —
enda höfðu komið út erkibiskupsbréf beinlínis um þau efni —
og útlistuðu þar fyrir almenningi höfuðgreinar trúarinnar og
þýðingu hinna kirkjulegu athafna, einkum sakramentanna, og
við hinar lögboðnu skriftir ár hvert voru menn yfirheyrðir í
þessum fræðum. Vildi einhver ekki taka slíkri fræðslu eða
reyndist að hafa gleymt því, er hann hafði numið, varðaði það
3 aura sekt til biskupsins.
Um prestlega stöðu á þessu tímaskeiði mun mega segja,
að alls yfir hafi hún verið ungum mönnum lítið eftirsóknarefni.
Prestarnir voru svo afar margir, köllin svo lítil og tekjurnar
svo rýrar vegna þess og sárrar fátæktar almennings. Föst prests-
setur voru hvergi nærri í hverju prestakalli og tekjur af eign-
um kirknanna, ef nokkrar voru, máttu heita næsta óvissar,
eins og efnahag þeirra var farið, er sátu á jörðunum. Fjórði
hluti tíundarinnar gekk að vísu til prestastéttarinnar, en tíund-
argjöld guldust illa á þessum tímum, enda víðast lítið að telja
fram, sem tíund yrði goldið af. Tekjur presta fyrir aukaverk
gátu sjaldnast orðið svo, að um þær munaði, svo mörg sem
prestaköllin voru og fáment í þeim flestum. Fyrir hverja barns-
skírn skyldi greiða 3 álnir vaðmáls, fyrir hjónavígslu (púsunarfé)
6 álnir, fyrir innargöngu (kirkjuinnleiðslu kvenna) 2 álnir, fyrir
Sreftran 6 álnir, en fyrir sálumessur og á 17 offurdögum ársins
var prestinum ofrað eftir efnum og ástæðum. Sem geta má
nærri gat efnahagur presta, er við slík kjör átti að búa, í
fæstum tilfellum orðið glæsilegur, og það því síður sem allur
þorri presta átti fyrir fjölskyldu að sjá, enda þótt ókvæni