Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 98
Prestafélagsritið.
93
Kristni og þjóðlíf á íslandi.
þá er þetta vafalítið mjög svo orðum aukið — og tölurnar
sennilega settar eftir siðbót af mönnum, sem helzt vildu mála
katólska tímann með sem allra dökkustum litum.
VII.
Þegar kemur inn á 15. öldina verður sízt með sanni sagt
að birti til. Lýsing Espólíns á þeirri öld (í formálanum fyrir
II. deild árbókanna) fer vafalaust nærri hinu sanna: »1 henni
týndu fræðimenn sagnafræði, skáld fornum smekk, bændur
akurvinnu atferli, leikmenn hinu fyrra frelsi og landbúar kaup-
ferðum, en biskupar urðu sem konungar áður henni lauk«.
Oldin nýja hefst með þeirri blóðtöku fyrir þjóðina, þar sem
svarti dauði var, er gerði allar þær hörmungar, er áður höfðu
yfir þjóðina gengið að smámunum einum, þar sem jafnvel
heilar sveitir stóðu eftir mannlausar. Hve margir hafi farist í
svarta dauða verður ekki með vissu sagt, en óhætt mun að
gera ráð fyrir, að hann hafi komið fullum þriðjungi landsmanna
ofan í gröfina. Isl. annálar herma, að lifað hafi pestina 50
prestar í Skálholtsstifti, en aðeins 3 í Hólastifti. Þetta eru tal-
andi tölur. Ut úr þeim má lesa sér það, að prestastétt lands-
ins hafi ekki verið að hlífa sér á þessum hörmungatímum, en
metið það mest að gera skyldu sína sem hjálparar og hugg-
arar sjúkra og deyjandi safnaðarlima og því sýkst og dáið
fleiri af þeim, en ella hefði orðið. En þetta mikla mannfáll
innan prestastéttarinnar hlaut að fá hinar skæðustu afleiðingar
fyrir kristni landsins. Því að hvaða leið varð til þess að fylla
í skarðið? Það má að vísu merkilegt heita, hve annálar vorir
eru þagmælskir um það, til hvaða ráða gripið hafi verið, til
þess að fá nýja presta í skarðið, er var svo stórt, að gengur
næst því að koma þyrfti upp nýrri prestastétt í landinu. Að
sjálfsögðu hefir hér verið gripið til sömu úrræða og grípa
varð til í Noregi eftir að svarti dauði hafði geisað þar 50
árum áður, að taka við hverjum þeim í prestlega stöðu, sem
9af kost á sér, ef hann aðeins var bænabókarfær og gat stór-
slysalítið stafað sig fram úr tíða- og bænabókum sínum, hvort