Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 101
96
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
wið öll þau óheillaöfl, sem settust að hinni fátæku og fámennu
þjóð. Eini votturinn þess, að sá áhugi var þó ekki aldauða, er
kveðskapurinn, sem meira hefir kveðið að en menn einatt hafa
gert sér í hugarlund. Hér skal nú aðeins minst á andlega kveð-
skapinn. Hann er áreiðanlega meiri að fyrirferð en að kostum.
Það eru að mestu eintóm helgikvæði, aðallega guðs-móður til
vegsemdar, því að aldrei hafði hún átt meiri ítök í trúarvitund
þjóðarinnar en nú. Höfuðskáld aldarinnar, Loftur Guttormsson
ríki, yrkir talsvert slíkra andlegra ljóða, þótt hann sé kunnastur
fyrir »Háttalykil« sinn. En mesta andlega skáldið verður þó Jón
Pálsson Maríu-skáld; hann var mikill afkastamaður í þeirri
grein, enda þótt hvergi komist í námunda við Eystein og
»Lilju« hans, né heldur við þá Sigurð blinda og Jón Arason,
er þeir koma til sögunnar, eftir aldamótin 1500.
Af klaustrunum fara litlar sögur og þær fremur til ófrægðar
en hitt. Andlega lífið þar, er sem blaktandi skar; eitthvert
skólahald hefir sennilega verið í þeim flestum, en af því fara
mjög litlar sögur. Og siðferðilega lífið innan klausturveggjanna
hefir sennilega verið orðið sýkt, enda virðist álit almennings
á klausturlifnaðinum vera orðið næsta lítið. Að því studdi m. a.
það, að þess var ekki gætt sem skyldi að hleypa þar ekki
inn ýmsum mönnum, er höfðu á |sér misindisorð og sízt
höfðu til brunns að bera hið rétta »klausturkjöt« fremur en
séra Eiríkur Einarsson frá Grenjaðarstað, er bræður á Þverá
kusu sér að ábóta í tíð Ólafs biskups, en jafnvel Ólafur vildi
ekki vígja ábótavígslu. En þetta kom óorði á klaustrin.
Siðferði klerka var í flestum greinum eins og verið hafði á
14. öldinni. Þeir lifðu, allur þorrinn, með fylgikonum sínum,
gátu börn við þeim og greiddu sínar sektir til biskupa, átölu-
laust að öðru leyti bæði af hálfu yfirboðara og almennings.
Þessi prestasambúð var ekki fremur nú en áður ósiðferðileg
talin, heldur var, eins og fyr segir, litið á hana sem einskonar
borgaralegan hjúskap, er aðeins þá vakti hneyksli og umtal ef
klerkar höfðu fleiri fylgikonur í takinu samtímis.
Meðal almennings var hjúskaparlífið ekki í heiðri haldið
sem skyldi, og lausungin ekki hvað minst meðal heldra fólksins.