Prestafélagsritið - 01.01.1923, Qupperneq 103
98
J. H.: Kristni og þjóðlíf á Islandi. Prestaféuasri«ö.
ytri hlýðni við boðorð kirkjunnar um guðræknisiðkanir, skrifta-
töku og guðsborðsgöngu og um að sýna kirkjunnar mönnum
skylduga lotningu. Um afbakanir af hálfu hinnar rómv. kirkju
á kristnu trúnni eða kenningunni, hafa menn alment úti hér
enga hugmynd haft. Oánægja sú, er gerði vart við sig með
alþýðu, snerist öll um misbrúkun leiðandi manna kirkjunnar á
valdi sínu til fjárplógs.
Einna ljósastan vott um alla afstöðu almennings hér á landi
til katólsku kirkjunnar, sjáum vér í inngangsorðum mótmæla-
skjalsins, sem bændur sömdu að Leiðarhólmi 1513: »Friður
og blessan vors ljúfasta lausnara vors Herra Jesu Christi,
hans mildustu móður jómfrú Maríu, alls mannkyns mýking,
miskunn lifandi manna og framfarinna og hennar íturlegustu
upprunninnar réttlætis rótarinnar, signaðrar frú sankti Onnu
sjálf hinnar þriðju, hins heilaga Olafs konungs og allra heil-
agra manna, virðist að vera í för, fylgi, framdrætti og föru-
neyti með oss öllum hér samankomnum mönnum á Leiðar-
hólmi«. Þetta er sízt af öllu stýlað af uppreistaranda gegn
kirkjunni! Þeir vilja »styðja vilja Guðs, rétt heil. kristni og
heilagrar kirkju samband, vors verðugasta herra kongsins og
krúnunnar í Noregi samheldi, vort sjálfra frelsi og friðkaup,
sem oss var að öndverðu Guði játað og hinum signaða Sankti
Ólafi« o. s. fr. Það sem þeir rísa á móti í skránni er valda-
misbrúkun kirkjuvaldsins og ekkert annað. Lengra ná ekki kröfur
þeirra um siðbót. Með kirkjuna sjálfa sem hjálpræðisstofnun,
kenningu hennar, heilagar venjur og guðræknisathafnir, á sér
engin óánægja stað með mönnum. Að kirkjan er komin inn á
braut, er hlaut að leiða til þess, að hún liðaðist sundur, um
það hafa menn naumast nokkurt hugboð, hvað þá meira. —
Þess vegna varð endurhljómur þeirra radda um siðbót, sem
innan skamms tóku að heyrast um bygðir íslands, svo undur
veikur í brjóstum alls almennings, og þess vegna varð svo
mikil bið á því, að hið nýja líf undir nýju kirkjufyrirkomulagi
næði verulegum vexti og blómgun hér á landi, svo að hér
gæti orðið um fullkomin og sannarleg siðaskifti að ræða.