Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 111
106
S. P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
lýst sé rækilega því er á milli ber, með skilningi á ólíkti
þjóðerni og ólíkri mótun kenningar og guðsdýrkunarsiða.
En tvent var mér ríkast í huga dagana, sem eg dvaldi á
Spáni og næsta tima þar á eftir. Annað voru veglegu kirkju-
húsin, sem eg hafði séð, en hitt var notkun kirknanna til
daglegs bænahalds.
Þegar eg hefi verið erlendis, hefi eg ávalt haft yndi af að
koma í veglegar kirkjur. Hafa mikilfenglegar og fagrar kirkju-
by2S*ngar jafnan haft mikil áhrif á mig. Hefir þá þráfaldlega
komið upp í huga mínum sú ósk, að vér hér heima mættum
eignast sem víðast vönduð og vegleg guðsþjónustuhús, er betur
væri fallin til þess að laða hugann til guðsdýrkunar, en mörg
af kirkjuhúsum þeim, sem vér nú eigum. Þessi ósk hefir aldrei
verið ríkari í huga mér en dagana, sem eg dvaldi á Spáni,
sérstaklega í Bilbao. Hefir ástæðan sennilega bæði verið sú,
hve margar fagrar og skrautlegar kirkjur eg sá þar í einni
borg, en einnig hitt, hve vel þær voru prýddar, vel hirtar og
á allan hátt haganlega útbúnar til þarlends guðsþjónustuhalds.
Þær báru þess vott spönsku kirkjurnar, sem eg sá, að ekki
hafði verið sparað fé til þess að gera þær sem prýðilegastar,
að að þeim var hlúð og alt sem hugsast gat hafði verið gert
til þess að útbúa þær á þann hátt, að ekkert þyrfti að trufla
guðsdýrkun manna, en alt væri sem þægilegast og bezt fallið
til guðsþjónustuhalds. Sérstaklega dáðist eg að kyrðinni, sem
í þeim ríkti. Þótt þær lægju við fjölfarnar götur, var ekkert
sem truflaði þegar inn var komið. Engir heyrðust heldur
hurðarskellir, þótt altaf væri verið að ganga um, og enga sá
eg loftpalla fyrir kirkjugesti, svo að ekki truflaði fótatak í
stigum eða uppi yfir manni. Gluggar voru ofarlega, flestir með
mislitum rúðum í eða með glermálverkum. Lagði þægilega
birtu um þá, er virtist dauf í fyrstu, er inn var komið, en
reyndist nógu sterk, þegar maður hafði dvalið stundarkorn
inni. Þekkja allir þeir, sem á Englandi, Skotlandi eða annar-
staðar hafa komið í kirkjur, sem hafa glugga með glermál-