Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 112
Preatafélagsrifiö.
107
í kirkju á Spáni.
verkum, hve einkennileg birta er inni í slíkum kirkjum og
hver áhrif sú birta hefir á hugi margra manna.
Eg vil í þessu sambandi minna á ummæli Rögnvalds bygg-
ingarmeistara Ólafssonar í erindi, er hann flutti á synodus
1912. Þar kemst hann svo að orði: »Það er óviðfeldið að
segja það, en satt er það þó, að mammon skamtar engum
húsum eins naumt úr hnefa og kirkjunum hér, eða svo hefir
mér reynst. Þetta er því tilfinnanlegra, þegar litið er til ná-
grannalandanna«. — Með steinkirkjum mælir byggingarmeistar-
inn í sama erindi á þessa leið: »1 kirkjunni — kirkjustofnun-
inni — leita menn athvarfs og trausts, sem ekki breytist
sýnilega né bilar, hversu sem alt annað byltist og breytist.
Kirkjuhúsin verða — að mér finst — að vera eitthvað í sömu
áttina fyrir sjónum manna, þau verða um fram alt að vera
sterk og stæðileg, til að halda uppi virðingu sinni og þess,
sem þau eru helguð. Veiku húsi og veigalitlu treystir enginn
og enginn virðir það eða dáist að því, þó að fagurt sé álitum,
því að fallvaltleikinn kastar rýrð á alt hitt. Hér eftir mun
mega gera ráð fyrir að kirkjur verði gerðar úr steini eða
steinsteypu alstaðar þar sem því verður við komið, og verður
þá að miklum mun dregið úr hinu hvumleiða flakki með
kirkjustaðina, sem allmikið hefir á borið«. — En um glugga
í kirkjum kemst hann svo að orði: »Gluggar þurfa að vera
sem hæst á vegg, helzt ekki skemmra en 1,40 m. (27* al.)
frá gólfi, en öllu heldur um kollhæð (ca. 1,70 m. og þar yfir),
til þess að menn truflist síður inni af því sem úti fyrir kann
að gerast. Að vísu þarf til þess allmikla vegghæð, en það er
eins og hæð hússins smækki manninn og þykir það vel við
eiga í kirkju«. — Þetta síðasta, um glugga í kirkjum, finst
sumum ef til vill lítilfjörlegt atriði, er litlu skifti, þegar um
guðsdýrkun manna sé að ræða. En slíkt er mesti misskilningur.
Það varðar ekki litlu, hvort þeir, sem komnir eru til kirkju í
þeim tilgangi að eiga þar Guði helgaða stund, »augnaklik
belgað af himinsins náð«, eru truflaðir af ýmsu, er fyrir augu
þeirra ber og eyru, eða hið gagnstæða á sér stað, að kyrð
°9 ró getur hvílt yfir hugum manna og alt laðar menn til