Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 115
110
S. P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
Þegar menn gera sér þetta ljóst, hlýtur mönnum að skiljast,
hve afarmikilsvert það sé, að þetta sameiginlega, kjarni trúar-
bragðanna, nái sem bezt tökum á hverri þjóð.
í því sambandi liggur oss auðvitað næst að líta í vorn
eigin barm.
Vmsar raddir heyrast um, að bænarlífi þjóðar vorrar sé
að hnigna síðari árin.
Um það þori eg ekki að dæma; til þess þarf meiri kunn-
ugleik á bænarlífi manna víðsvegar um land en mér hefir
verið unt að afla mér.
En eitt er mér vel ljóst, það er hve afar sorglegt það væri,
ef bænarlífinu væri að hnigna og ef uppvaxandi kynslóð hefði
daufari meðvitund um nauðsyn og gildi bænalífsins, en eldri
kynslóð hefir haft.
Verkefnið, sem liggur fyrir oss, er því öllu öðru fremur það,
að glæða með þjóð vorri bænar- og tilbeiðsluhugarfar. Það
er verkefnið mest um verða fyrir prestastétt þessa lands og
alla þá, er láta sig andlegan hag þjóðar vorrar nokkru skifta,
þá ekki sízt verksvið foreldra og kennara.
En engum þeim, sem áhuga hefir á að glæða og þroska
bænalíf sjálfs sín og þjóðar sinnar, má gleymast, að þroski
bænalífsins er samtvinnaður þroska trúar- og siðgæðislífsins.
Því háleitari trúar- og siðgæðishugmyndir sem þjóðin drekkur
í sig, því þroskaðri geta bænir manna með þeirri þjóð orðið.
Bænalífið stendur á grundvelli guðselsku og guðstrausts og
mannkærleika.
Það hefir ]esús Kristur ótvírætt kent oss. Af kenningu
hans um bænina og bænalífi hans sjálfs lærum vér, að sá
sem biður í kærleika til alheimselskunnar, með trausíi til
hennar, og af kærleika til mannanna og í þeim tilgangi að
verða samverkamaður Guðs öðrum til heilla, öðlist fyrir bæn
sína blessun og mátt á undursamlegan og dásamlegan hátt.
Að því ber því að stefna í bænalífi voru og í bænauppeldi
annara, að bænalöngunin megi aukast, tilbeiðsluþráin verða
ríkari, og menn mættu eignast sem mest af því hugarþeli
guðselsku, guðstrausts og mannkærleika, sem opnað getur sálu