Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 116
PrestafélagsritiB.
111
1 kirkju á Spáni.
mannsins fyrir áhrifunum að ofan, fyrir kraftinum frá hæðum.
Ollum þarf að verða ljóst, að ef bænalíf þjóðarinnar dofnar,
bíður þjóðin tjón á sálu sinni.
En glæðist bænalíf þjóðarinnar og dafni og færist í það
nýtt fjör og kraftur, læri einstaklingar þjóðarinnar betur en
áður að tilbiðja Guð í anda og sannleika, — þá erum vér á
leiðum guðsríkisins og það að koma til vor með nýjum krafti.
Sælir eru þeir, sem hafa vilja og vit á að vinna að slíku í
anda Krists.
SÁLMUR.
Eftir Bernhard frá Clairvaux
(f. 1090, d. 1153).
Lag: Þú, minn drottinn, þyrnum krýndi. (Viðbætir séra B. Þ.).
Frelsishetja, friðargjafi —
fyr þó blinduð veröld hafi
krýnt þig þyrnum, sært þig sárum,
sjá, eg flétta vil með tárum
kærleikssveig um krossinn þinn.
Að þú barn í fátækt fæddist,
frjálsum vilja dýrð afklæddist;
að þú duftið elska náðir
og oss lífið veita þráðir —
hvað mun valdið hafa því?
Heilög ást þín. Hjartablossinn
hræddist dauðann ei né krossinn;
heimtar tregur, glaður gefur;
gengið þannig aleinn hefur
undir krossinn vegna vor.