Prestafélagsritið - 01.01.1923, Side 117
112
Bernhard frá Clairvaux: Sálmur. Prestaféiagaritíö.
Ó, eg finn við ástúð þína
eiginn kulda’ og harðúð mína.
Finn, að hjartað hefir eigi
hrósun þá, er gilda megi,
Kristur, móts við kærleik þinn.
Ofar samt er efa mínum:
Upp spratt lind úr benjum þínum.
Lind, er harða kletta klýfur,
klaka bræðir, fjötra rýfur
hreinsar, mýkir hjörtu spilt.
Ó, að rynni’ í æðum mínum
uppsprettan úr benjum þínum.
Lindin sú, er kletta klýfur,
klaka bræðir, fjötra rýfur;
sú er laugar hjörtun hrein.
Þú, er sjálfan þig mér gefur,
þú, sem endurleyst mig hefur,
dvel mér æ í sál’ og sinni,
svo að þú í hugsun minni
sért hin mikla meginlind.
Þótt sem blóm eg blikna megi,
brjóst og hönd mín kólna eigi,
aldrei mun eg hugarhreldur
— heilög kærleiksfórn því veldur —
beiska dauðans bergja skál.
Eg skal ætíð — ætíð játa:
Á þig trúi’ eg, krossins gáta.
Fullting veit, er fast að sverfur.
Fylgd mér ljá, er sýn mér hverfur,
heim í lífsins björtu borg.
Vald. I/. Snævatr.