Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 120
Prestafélagsritið.
Kristniboð i Kína.
115
aðeins 10 ár, er hann alment talinn framarlega í flokki hinna
merkustu manna kristniboðssögunnar. »Postuli Austurlanda*
er hann oft nefndur.
Franz Xavier var meðlimur »]esú félagsins* Qesúíta).
Vaknaði nú hjá því nokkur áhugi fyrir Kína-trúboði. 1580
fóru tveir Kristmunkar til Kína og komust með miklum hygg-
indum alla leið til Peking. Annar þeirra, Mattías Ricci, fékk
afar miklu til leiðar komið eftir ytra útliti að dæma, en síðar
kom í ljós að árangurinn af starfi hans í Kína var ekki eins
glæsilegur og í fyrstu var talið. Því að feðradýrkuninni, hyrn-
ingarsteini heiðindómsins í Kína, þorði hann ekki að hreyfa
við, og með vissum skilyrðum leyfði hann jafnvel áhangendum
sínum að »taka þátt í skurgoðadýrkun og vera þar viðstaddir*.
1742 andmælti páfinn í opnu bréfi starfsháttum Jesúíta
trúboðanna í Kína; og keisarinn notaði nú tækifærið til að
banna alt katólskt trúboð í ríki sínu. Urðu nú ákafar ofsóknir
um 100 ár; allir sem játuðu kristna trú voru teknir af lífi.
Undrum sætti hve margir kusu heldur píslarvætti en að af-
neita drotni.
Síðustu hálfa öldina hefir katólska kristniboðsstarfið í Kína
aukist stórum. 2 þús. útlendir prestar starfa að því og jafn-
margir innlendir. Kirkjur hafa þeir bygt 9300, sumar ákaflega
miklar og skrautlegar. Áhangendur eða safnaðarlimi telja þeir
rúml. 18á miljón.
Það er venjulega sagt, að aðal-kristniboð evangeliskra manna
byrji ekki fyr en um 1800, — nærri 300 árum eftir upphaf
siðbótarinnar. Að vísu höfðu nokkrir einstakir menn og smá-
félög unnið að því löngu áður, en allur þorri safnaðafólksins
hafði engan áhuga á því efni. Það var líkast því, að flestir
hefðu gleymt kristniboðsskipun drottins.
Það lögmál virðist ríkja í andans heimi, að þær hreyfingar,
er mannkynið varða mestu, byrji oftast í brjósti einhvers ein-
staklingsins, eins manns, er síðan hrindir þeim á stað. Oft
fmfa færri eða fleiri þráð og beðið um komu hins nýja dags,