Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 125
120
Ólafur Ólafsson:
Presfafélagsrilið.
ryðjum veg, ef enginn finst«. — Honum er það að þakka,
að víða í Evrópu og Ameríku vaknaði nú brennandi áhugi
fyrir Kínatrúboði.
Ávalt lagði þó Gútzlaff mesta áherzlu á það, sem nú á
síðari tímum er mikill gaumur gefinn, sem sé að Kína á að
kristnast af Kínverjum sjálfum. Fjölmörgum þarlendum mönn-
um veitti hann því tilsögn og sendi þá síðan í kristniboðs-
ferðir út um land; en því miður var hann ekki nógu vandur
í valinu, og brugðust margir þeirra honum hrapalega.
Árið 1849 ferðaðist Gútzlaff víða um í Evrópu og talaði
máli Kinatrúboðsins; kemur öllum saman um, að það hafi átt
fáa einlægari og áhugasamari árnaðarmenn.
En hundrað ára reynsla kristniboða í Kína hefir sýnt það
mjög áþreifanlega, að hjer hefir þó biblían verið áhrifamesti
brautryðjandi kristindómsins.
Á 17. og 18. öld leituðust ýmsar Evrópu þjóðir við að ná
verzlunarsamböndum í Kína. Allar slíkar tilraunir mættu megn-
ustu mótspyrnu; Kínverjar öfluðu sjálfir allra þeirra afurða,
sem þjóðin þarfnaðist og voru sjálfum sér nógir. »Miðríkið«
vildi engin mök eiga við »eyjarskeggja«. — Sú var hugmynd
manna í fornöld og er víða enn þá, að Kína væri eiginlega
eina landið í heiminum, en nokkrir hólmar væru langt út í
höfum og þaðan kæmu »útlendingar«. —
Hatrið og lítilsvirðingin náði þó hámarki sínu er Englend-
ingar hófu ópíum-verzlun í Kína; ráku þeir þessa svívirðilegu
verzlun um hríð með feikimiklum hagnaði. Vfirvöldin kín-
versku andmæltu harðlega og 1839 létu þau eyðileggja stór-
mikinn ópíums-forða, er Englendingar áttu. Englendingar vörðu
»réttindi« sín með hervaldi og við friðarsamningana í Nan-
king (1842) kúguðu þeir Kínverja til að lýsa »velþóknun«
sinni á ópíums-verzluninni; þar að auki urðu þeir að leyfa
útlendingum aðgang að 5 höfnum, þar sem þeir gætu rekið
verzlun eftir vild sinni.
Tvisvar sinnum síðar (1858 og ’60) urðu fallbyssur Evrópu-