Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 126
Prestafélagsritið.
Kristniboð í Kína.
121
manna að skakka leikinn áður en viðskifti þeirra og verzlun
> Kína kæmist í viðunanlegt horf.
Þessum syndsamlegu stríðum verður aldrei unt að mæla
bót; en því er þó ekki hægt að neita, að þau eru meðal
nierkustu viðburða í sögu Kínverja síðastliðna öld.
Nú var lokið hinu langa einangrunartímabili elztu, stærstu
°S sjálfstæðustu þjóðar heimsins. Síðan eru liðnir tveir manns-
.aldrar, en ókomnir tímar munu enn þá betur leiða í ljós
hvaða margsháttar áhrif það hafði.
Eðlilega byrjar nú nýtt tímabil í sögu kristniboðsins í Kína.
Streymdu þá til Kína á skömmum tíma svo miklir starfs-
kraftar, í þjónustu Krists, að hliðstæð dæmi munu fá í sögu
nokkurrar annarar þjóðar. í tvo mannsaldra höfðu kristniboðs-
vinir allmargir, víða um heim, beðið fyrir Kína; nú kom svarið,
dýrðlegt svar. — Hinu afleitasta af öllu illu sneri drottinn
þannig til góðs. Ótrauðir hófu nú kristniboðar starf sitt í
flestum stærstu fylkjunum og borgunum.
Þá þegar var rnikil áherzla lögð á, að úthluta biblíunni og
biblíuritum; stofnuðu því kristniboðsfélögin fjölmargar prent-
smiðjur í Kína, og var það aðallega þýðingarmikilli uppgötvun
kristniboða eins (Gamble) að þakka, er gerði kínverska prent-
list miklu auðveldari en áður. Félag eitt amerískt kom þá á
fót feikimikilli prentsmiðju í borginni Ningpó; er það ef til
V>11 stærsta prentsmiðja í heimi, sem algerlega er helguð
hristniboði. Árlega hefir félag þetta látið af hendi biblíur og
hristilegar bókmentir, er nemur 90 milj. blaðsíða. — Margir
Prentarar hafa líka farið til Kína í kristniboðserindum; er einn
þeirra, S. Wells Williams, frægur mjög fyrir bók sína »Middle
Ningdom*, ef til vill bezta sögulega ritið, sem til er um Kína
á Evrópumálum.
sLæknir og trúboði vil eg vera, því það var ]esús«, er
haft eftir Livingstone, Afríku kristniboða. Allir þarfnast lækn-
isins og leita hans jafnan hvað sem trúarskoðunum líður;
kristnum læknum gefst því mörg og sjaldgæf tækifæri til að
boða Krist; fremur flestum öðrum standa þeim hugir manna
°S heimili opin. Árangur læknatrúboðsins hefir verið mikill í