Prestafélagsritið - 01.01.1923, Side 127
122
Ólafur Ólafsson:
Frestafélagsritið.
öllum löndum heiðninnar, ekki hvað sízt í Kína. Brautryðjendur
þess voru þeir Morrison, Parker og Giitzlaff. Um miðbik 19.
aldarinnar fóru fjölmargir trúboðslæknar til Kína. Frægastur
þeirra er Kerr læknir, sem kom til Kína 1845. Sjúklingar,
sem hafa verið undir höndum hans, skifta 100 þúsundum;
auk þess hefir hann haft mörg hundruð nemendur og ritað
margar ágætar lækningabækur.
Árið 1920 voru hjúkrunarhús kristniboðsins í Kína 326, en
læknar voru alt of fáir, aðeins 457, sömuleiðis hjúkrunar-
konur, einar 206.
Eftir ópíum-stríðið kom það brátt í ljós, að þó útlendingum
væri nú leyfður fullur aðgangur að öllum hlutum landsins,
voru þó Kínverjar enn frábitnari erlendum áhrifum en þeir
höfðu nokkru sinni áður verið. Fengu kristniboðar að kenna
á því frekar en nokkurir aðrir Vesturlendingar, sem til Kína
komu um þær mundir.
En brautryðjendur guðs-ríkisins í Kína voru köllun sinni
trúir. Þeir endurskoðuðu biblíuþýðinguna, gáfu út biblíuskýr-
ingar og smárit, rituðu orðabækur og málfræðibækur, unnu
marga áhangendur, er mynduðu söfnuði, stofnuðu kristna skóla
og komu á fót barnahælum og sjúkrahúsum.
Erfiðleikarnir voru þó miklir og kostuðu marga af þeim,
er unnu að kristniboði í Kína á árunum 1840 til 1860, heilsu
og líf. Sæðið, sem þeir höfðu sáð með svo mikilli trúmensku
bar þó ávöxt. Það var samt ekki enn búið að »hlaða meira
en undirstöðuna« að kirkju Krists í Kína, og nú var þörfin
brýn á körlum og konum, sem gædd væru sömu fórnfýsi og
trúaráhuga og brautryðjendurnir voru.
Erfiðleikarnir náðu hámarki sínu árið 1850 er Taiping-
byltingin varð. Taiping er borg í Kvangtung-fylki í Suður-
Kína. Forsprakki þessarar ægilegu byltingar hafði orðið fyrir
nokkrum kristilegum áhrifum, þótt kristindómsþekking hans
væri af skornum skamti. Hann kvaðst hafa fengið opinberun
um að hann væri »yngri bróðir Krists*; stofnaði hann þá
»félag Guðs dýrkenda«, sem varð byrjun hins ógurlegasta
byltingahers, sem sögur fara af í Kína. í fyrstu virtist tilgang-