Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 133
Prestafélagsritið.
ÁVARP
TIL ÞJÓNANDI PRESTA Á ÍSLANDI.
Eftir séra Halldór Jónsson.
Eg geri ráð fyrir því, að hver þjónandi prestur á landi voru
sé sífelt í huga sér að leita að einhverju ráði, til þess að
glæða kirkjulíf og safnaðarlíf í söfnuðum sínum, síðan meðal
annara safnaða landsins. Vms holl ráð hljóta að vera til, en
reynslan hefir sýnt, að treglega hefir tekist að finna þau
til þessa.
Til þessa hefir meðal annars einna helzt verið veizt að
kenningarmáta prestanna og einatt leitað orsakanna að fjör-
lausu eða fjörlitlu safnaðarlífi í því, að flutningur orðsins og
þá sérstaklega prédikun orðsins af hálfu prestanna hafi verið
of léleg, alment talað, bragðlaus og kraftlítil. Eða sagt og
hugsað beint og blátt áfram, að prestana muni vanta marga
þann áhuga og andans eld, er gæti gert kenning þeirra það
áhrifamikla, að hún væri fær um að vekja söfnuði landsins af
deyfð og dvala. — Sumir kunna að halda, að það séu mis-
munandi trúarskoðanir prestanna, sem hafi tæmt kirkjurnar og
séu að gera það.
Hvorugt held eg sé rétt. — Eftir þessu að dæma ætti helzt
að þurfa nýja menn sem víðast, — en hvar væri þá að finna?
Nei, eg held áreiðanlega, að við verðum að tjalda því,
sem til er.
Eg held, að eg geti áreiðanlega bent á eitt gott ráð, meira
að segja óbrigðult ráð (það sem það nær), til þess að glæða
safnaðarlífið í landinu. Þó má enginn halda, að eg ætli, að eg
sé neinn töframaður. En hér er eg viss í minni sök.
Orsakanna að lélegri kirkjusókn og fjörlitlu safnaðarlífi á