Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 141
136 Páll Isólfsson: Um meðferð sálmalaga. Prestsféiagsriiis.
söngfólkið í því að syngja mis-sterkt eftir því sem við á, —
þar sem mögulegt er að koma æfingum við. Ætla eg hér að
láta fylgja fyrsta versið af tveim sálmum með styrkleika-
merkjum, eins og þau mættu vera:
mf Nú fjöll og bygÖir blunda,
á beð sinn allir skunda
p og hljótt er orðið alt.
f Upp, upp minn hugur hraður,
þig hef, minn rómur glaður,
dim. og Guði kvöldsöng helgan halt.
p Ó, hve mig leysast langar,
þú lífsins herra, sér;
cresc. en fjötra-festar strangar
mf enn föstum halda mér.
dim. Minn þróttur tekur þverra,
er þyngist böl og sút;
f ó, leys mig, leys mig, herra,
p og lát mig komast út.
>Præludium« (forspil) á að velja í sömu tóntegund og fyrsta
lagið sem sungið er. Og þarf það að samsvara innihaldi sálms-
ins. Bezt fer líka á því að »Postludium« (eftirspil) sé í sömu
lóntegund og síðasta lagið, og samsvari innihaldi þess sálms.
— Það er æfinlega ónotalegt fyrir eyrað þegar stokkið er að
ástæðulausu úr einni tóntegund yfir í aðra undirbúningslaust.
Þar sem skifta þarf um tóntegundir, er sjálfsagt að gera það
með „Modulation", annaðhvort eftir því sem »andinn inngefur*
eða eftir »Modulations«-töflu.