Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 142
Preitstéhgsritið.
PÍSLARS]ÓNLEIKIRNIR
í OBERAMMERGAU.
Eftir séra Eirík Albertsson.
Þegar eg fór utan í fyrrasumar hafði eg hugsað mér að
fara til Oberammergau í Bæjaralandi og sjá hina frægu píslar-
sjónleiki, sem þar eru sýndir 10. hvert ár, því að svo vildi vel
til, að þeir áttu að sýnast í fyrrasumar (1922). Eg skrapp því
úr Svíþjóðar- og Danmerkur-för minni allra snöggvast til
Þýzkalands og komst alla leið til Oberammergau og sá leikina
tvisvar leikna. — I haust, þegar eg kom heim, bað ritstjóri
Prestafélagsritsins mig að skrifa um leikina í ritið. Lofaði eg
því þá, en efndirnar hafa orðið litlar. Eg hef verið önnum
kafinn altaf síðan. Og nú, þegar eg loksins byrja, er tíminn
orðinn svo naumur, að greinin verður á margan hátt öðruvísi
en eg vildi og hefði ætlað. En við hentugleika vildi eg gera
þessu efni meiri og betri skil.
Þegar eg kom til Miinchen flýtti eg mér ásamt förunaut
mínum, Sigurði Levi, til upplýsingaskrifstofu þar um leikina
> Oberammergau og ætluðum að kaupa okkur þar aðgöngu-
miða. En okkur var þá tjáð þar, að þeir væru allir seldir,
°9 það ekki aðeins fyrir næstu daga heldur næsta hálfa
niánuðinn. Þetta þóttu okkur slæmar fréttir, en engu að síður
ákváðum við að halda áfram ferðinni til Oberammergau og
alveg eins fyrir það, þó að við sæjum einni stundu síðar, er
við komum til járnbrautarstöðvarinnar, að þar hafði verið fest
UPP auglýsing um að allir aðgöngumiðar að leikjunum væru
seldir til 1. september. Héldum við svo áleiðis til Oberammer-