Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 144
Prestafeiagsritið. Píslarsjónleikirnir í Oberammergau. 139
um í andaktarhug? Ekkert fremur gætir þú séð það á mönn-
unum, sem í friðarskauti fjallanna geta horft til baka til þús-
und ára gamallar menningar, hvort fleiri eða færri hundruð
útlendinga hafa farið um garð. Ibúarnir í Oberammergau eiga
að baki sér göfuga og glæsilega menningu. Alveg eins og
marmarinn í fjöllunum kringum Ammergau breytist hægt og
rólega eftir því sem aldir líða í hið fagra efni, er listaverkin
eru svo sköpuð úr, þannig hefir það og haft tiltölulega langan
aðdraganda, að fólkið í Ammergau hefir náð þroska sínum og
listrænni göfgi. Sjálfir nefna þeir í fyrsta lagi þann atburð, er
einhver allra glæsilegasfi riddari þeirra tíma (um 900) settist
að í Ammergau. Frá honum er þeim runnin í merg og blóð
hin riddaralega rómantík og vegna glæsimensku hans opnuð-
ust augu þeirra fyrir riddaralegri glæsimensku, fögrum litum
og skrauti.
Rúmum 4 öldum síðar stofnaði keisarinn Benediktsreglu-
klaustrið Ettal, rétt hjá Oberammergau. Og þá rennur hið
trúarlega (religiöse) og listræna saman við hið romantíska.
Við þetta bætist og það, að verzlunarleið frá Feneyjum lá um
Ammergau til Augsborgar og Núrnberg. Fengu þá Oberam-
mergaubúar ýms réttindi og hlunnindahluttöku í verzlunarvöru-
flutningunum (á 14. og 15. öld). (Jxu því efni þeirra að mikl-
um mun. En þýðingarmeira var þó hitt, að þeir komust í
náin kynni við borgirnar Augsborg og Núrnberg, er þá voru
að blómgast. Einkum munu listamenn frá Augsborg hafa haft
mikil og góð áhrif á Oberammergaubúa og þeir þá fyrst fyrir
alvöru farið að gefa sig við listum.
Skurðlistin var það þó, sem gerði Oberammergaubúa víð-
fræga á miðöldunum. En á því leikur nokkur vafi, hvaðan
þeir hafi numið hana. Sumir ætla að þeir hafi lært hana af
þjóðflokki einum í Tyrol. En skurðlistin gerði þá, hvaðan sem
hún er komin til þeirra, jafnfræga þá, og þeir eru nú fyrir
píslarsjónleiki sína.
I skauti friðarins blómguðust margskonar listir í Ober-
ammergau og hið trúarlega líf þroskaðist á margan veg. Og
yfir hátíðarhald kirkjuársins var varpað fögrum blæ. —