Prestafélagsritið - 01.01.1923, Side 147
142
Eiríkur Albertsson:
Prestafélagsritið.
um, að Iiðsmenn eigi að fara til herbergja sinna). Svo veifuðu
gestirnir beggja vegna frá götunni. Það gerði eg auðvitað
líka. Sá ekki annað fært, þótt þreyttur væri eftir fjallgönguna.
Og uppi frá loftsvölum veifuðu brosandi konur. Svo kvöldar
óðum. Alpaglóðin gyllir tindana, og hverfur svo. Og að síð-
ustu heyrist kvöldhringing. — Þetta var sannarlega viðeigandi
undirbúningur fyrir leikina. Mér virtist líka þorpsbúum mjög
umhugað, að undirbúa hugi manna. A kvöldin fara líka oft
stórir hópar til hljóðrar guðsþjónustu í kirkjunni. Aðrir fara
alla leið til klaustursins, og oft eru margir til altaris að morgni,
áður en leikirnir byrja.
Klukkan átta morguninn eftir eiga leikirnir að byrja. Hálf
átta er eg kominn að leikhúsinu. Fólk þyrpist þangað svo
hundruðum skiftir — svo þúsundum skiftir. Nú er leikhúsið
opnað, og fólkið streymir inn eins og flóðbylgja. Til allrar
hamingju eru dyrnar á leikhúsinu margar. Sætin eru tölusett,
og nógir aðstoðarmenn, til að vísa mönnum til sætis. I hálf-
um hljóðum er talað umhverfis menn á óteljandi málum og
mállýzkum. Fallbyssuskot dunar og bergmálar um hæðirnar
og fjöllin; annað til. Það er síðasta merkið. Þá eiga leikirnir
að fara að byrja. Hljómleikaflokkurinn spilar undurfagurt inn-
gangslag, og á bak við leiksviðið er beðið »faðir vor«. Svo
koma hljóðlátlega 42 nokkurskonar verndarandar, og á undan
þeim sá 43. Það er sá, sem mælir fram nokkur orð á undan
hverjum þætti (Prologus), milli þess, sem hinir 42 syngja,
ýmist sóló (kvensóló eða karlasóló; konurnar eru 24, en karl-
arnir 19) eða kór. Sú tilbreyting var afaráhrifamikil. Allur er
söngflokkurinn í fögrum skrúða, en þó ber af, hvernig »Pro-
logus* er klæddur. Ber hann staf í hendi, og er hvorttveggja
í senn, postullegur og biskuplegur ásýndum, og þó brá kann-
ske fyrir stundum, að hann væri sem konungur, er »stæði
upp í stafni«.
Áður en eg held Iengra áfram, verð eg að lýsa leikhúsinu
örlítið. Það rúmar í sætum 5400 manns. Og yfir áhorfenda-
sviði leikhússins er þak. Svo kemur leiksviðið sjálft. Fremsí á
því er breiður pallur, og á honum standa í einfaldri röð hinir