Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 149
144
Eiríkur Albertsson:
Prestafélagsritið.
]esú. Nathanel og víxlararnir ákveða, að koma fram ákæru
gegn ]esú. ]esús fer til Betaníu. Þá kemur söngflokkurinn á
ný fram, og býr áhorfendurna undir næsta atriði. Lifandi
myndasýningar eru altaf, til þess að fá viðburði úr gamla
testamentinu til samanburðar og til að auka áhrifin. (Eftir-
tektarvert, að Hallgrímur Pétursson hefir farið líkt að í Passíu-
sálmunum).
í næsta atriði halda æðstuprestarnir og hinir skriftlærðu
ráðstefnu, til þess að finna ráð til að ráða ]esú af dögum.
Víxlararnir og kaupmennirnir eru sendir til að veiða ]údas.
í næsta atriði leikjanna er ]esús í Betaníu. María smyr
hann. ]údas möglar út af því. ]esús kveður móður sína og
vini í Betaníu.
Menn verða að muna, að hvert atriði er undirbúið af söng-
flokknum.
Þá byrjar næsta atriði með því, að ]esús fer til Jerúsalem
(í síðasta sinni). Grætur yfir borginni. Sendir. tvo lærisveina á
undan sér, til að undirbúa páskamáltíðina. ]údas ákveður að
svíkja meistara sinn.
í fimta atriði situr ]esús yfir borðum með lærisveinum sín-
um og neytir páskalambsins, og stofnar hinn nýja sáttmála til
minningar um sig (kvöldmáltíðina). Á undan þessari sýningu í
miðjum söngkórnum var sýnd lifandi mynd af því, er ]ahve
gaf lýðnum manna á eyðimörkinni.
6. atriði: ]údas lofar ráðinu, að svíkja ]esú í hendur Farí-
seanna fyrir 30 silfurpeninga. Ráðið ákveður (þegar ]údas er
farinn) að lífláta ]esú.
7. atriði: ]esús í grasgarðinum. Engillinn kemur og styrkir
hann. ]údas svíkur hann með kossi. ]esús gripinn. Pétur
heggur eyrað af Malkusi. ]esús læknar hann, og er fluttur í
böndum á braut.
Þá er fyrri hluti leikjanna búinn, og 2 stunda hlé. Leikur
Kaífasar og Júdasar voru afbragð víðast hvar hér að framan.
Og hinar átakanlegu sálarkvalir ]esú í grasgarðinum eru vafa-
laust langerfiðastar viðfangs í öllu hlutverki þess, er sýnir Krist.
Áhorfendurnir flýta sér heim á gistihúsin til snæðings. Og