Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 150
Prestaféiagsritis. Píslarsjónleikirnir í Oberammergau. 145
nú hafa gripið þá alt aðrar tilfinningar en þær, sem þeir komu
með til Oberammergau. Hér er ekki um neina »bændakome-
diu« að ræða, heldur stórkostlegt »drama«, sem ekki aðeins
hrífur, heldur felur í sér kröftuga hvatningu og skírskotun til
hinna trúarlegu tilfinninga.
Allur fyrri hluti leikjanna hafði staðið yfir frá kl. 8 til kl.
12. Svo var, eins og eg mintist á, 2 stunda hlé. Kl. 1V* fóru
menn þó að ganga til leikhússins. Rétt fyrir kl. 2 er húsið
opnað. Menn ganga til sæta sinna. Kl. 2 kemur söngflokkur-
inn inn á forsviðið, og boðar krossgöngu frelsarans. — Svo
hefjast sjálfir leikirnir.
8. atriði: Hús æðsta prestsins. Annas bíður eftirvæntingar-
fullur eftir ]esú. ]esús hæddur og sleginn. Fluttur til Kaífasar.
Pétur og ]óhannes eru á hnotskóg eftir ]esú.
9. atriði: ]esús dæmdur til dauða af ráðinu. ]údas iðrast
og vill skila silfurpeningunum og fá ráðið til að sleppa ]esú.
»Silfrinu á gólfið grýtti*. Afneitun Péturs. ]esús hæddur og
hrjáður.
10. atriði: Orvænting Júdasar. —
Eg get ekki hugsað mér annað, en að allir verði mjög
snortnir, komist við, af sálarkvölum ]údasar, — »útskúfaður
öllum frá«, af Guði og mönnum. — Leikur ]ódasar í þessu
atriði virtist mér fram úr skarandi, og er mér alveg ógleym-
anlegur.
11. atriði: Kristur fyrir Pítatusi.
12. atriði: ]esús fyrir Heródesi.
13. atriði: ]esús aftur fyrir Pílatusi, húðstrýktur og krýndur
þyrnikórónu.
14. atriði: ]esús dæmdur til að krossfestast. — A undan
þessu atriði, sem og öllum hinum, kemur söngflokkurinn fram.
Söngur hans á undan þessu atriði er eitt af því dásamlegasta
í öllum píslarsjónleikjunum. Byrjar með því, að »Prologus«
minnir á I. Mós. 41,41. (»Og Faraó sagði við ]ósef: Sjá, eg
set þig yfir alt Egiptaland«), til þess að upphefð ]ósefs komi
sem áhrifamikil andstæða við hina mestu niðurlægingu frels-
10