Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 151
146
Eiríkur Albertsson:
Prestafélagsri tiö.
arans. Sem kveinstafir berast frá söngflokknum: »Seht welch
ein Mensch!« (Ecce homo).1)
Þá eru tjöldin dregin frá, og sést lifandi mynd út frá 3. Mós.
16, 7. um hafrana tvo, en á undan henni var sýnd upphefð
Jósefs í Egiptalandi (1. Mós. 41, 41. nn). Þá byrjar víxlsöngur
milli söngflokksins og fólksins bak við tjöldin.
Fólkið syngur:
»Barrabas sei von Banden frei«.
Kórinn:
»Nein, Jesus sei
von Banden frei«.
Fólkið:
»Ans Kreus mit ihm«.2 3)
Hér er slept dálitlu úr, svo heyrist aftan af leiksviðinu eins
og stormgnýr:
»Es falle (das Blut) úber uns und unsere Kinder«.8)
Kórinn:
»Es komme úber euch und eure Kinder*.4)
Nú vex áhrifamagn þessa volduga drama. Menn standa á
öndinni. Hrylling og meðaumkun berjast í brjóstunum, meðan
lýðurinn berst um Krist og Barabbas. Nú er ekki lengur að
ræða um uppreisnarhug Gyðinga gagnvart Rómverjanum (Píla-
tusi), heldur mannkynsins gagnvart Guði. Og sekt einstaklings-
ins (Barabbasar) hverfur fyrir sekt alls mannkynsins gagnvart
skapara sínum, og sérhver áhorfandi finnur til hlutdeildar
sinnar í þeirri sekt.
Hér hefst svo þriðji aðalþáttur leikjanna, en ekkert hlé
á milli.
15. atriði: Krossferillinn. Mjög áhrifamikið. Inn í söng söng-
flokksins er ofið ljómandi fallegum lofgerðarsálmum, sem Ober-
1) „Sjá, þar er maðurinn“ (]óh. 19, 5).
2) „Barrabas sé látinn Iaus“. — „Nei, Jesús sé látinn laus'. — „Kross-
festið hann".
3) „Það komi (blóð hans) yfir oss og börn vor“.
4) „Það komi yfir yður og börn yðar“.