Prestafélagsritið - 01.01.1923, Side 153
148
Eiríkur Albertsson:
Prestafélagsritið.
»Varpa þér, syndbeygða kynslóð, fram fyrir Guð í heilagri
undrun*.
Þetta eru hin alvöruþrungnu orð, er píslarsjónleikirnir í
Oberammergau byrja á, píslarsjónleikirnir, er að fornu fari
voru kallaðir: Hin mikla friðþægingarfórn á Golgata.
Með áhrifavaldi grípa þessi orð áheyrandann, er situr frammi
fyrir leiksviðinu í Oberammergau, mitt á meðal þeirra þjóða,
er hönd Guðs virðist hafa snert á síðustu tímum, mint þær á,
að menning þeirra og hugarstefna væri komin inn á rangar
leiðir.
Mun ekki með miklum sanni hægt að segja, að nútíma-
kynslóðin stynji syndþjáð og syndbeygð undir því oki, er hún
sjálf hefir gengið undir.
»En í gegnum næturmyrkrið Ijómar árdagsroði. Frá greinum
krosstrésins líður andvari friðarins um veröldina*.
Þannig hljómar yfirlætislaust Ijóð frá hinu litla þorpi. Og
þúsundirnar víðsvegar um heiminn, er vantar frið í sál sína,
flykkjast þangað og varpa sér í »heilagri undrun« fram fyrir
krossinn.
»Guð vill ekki dauða syndarans. Hann vill fyrirgefa honum.
Hann skal lifa«.
Megináhrifamagn píslarsjónleikjanna, er beinist til hinna
mörgu áhorfenda, er þetta:
»Sættist við Guð«!
Og til Oberammergau streyma þúsundir manna til að nálg-
ast Guð á ný, og eru sælir, er þeir sjá hann og finna aftur
— í líkingum og myndum. En þær mótast fast í hug og
hjaría. Hin »heilaga undrun« kemur yfir mennina.
Merkur maður innan katólsku kirkjunnar, kardináli doktor
Friihwirt, hefir farið svofeldum orðum um píslarsjónleikana í
Oberammergau:
»Hvar í víðri veröld er hægt að benda á prédikun um hina
helgustu leyndardóma trúar vorrar, er hrífi eins hjörtun og
liafi slík áhrif á hugarfarið, sem sú prédikun, er hér er flutt,
þar sem einlæg trú og óeigingjörn og listfeng fórnfýsi samein-
ast um að láta augað greina og hjartað finna það, er hefir