Prestafélagsritið - 01.01.1923, Side 157

Prestafélagsritið - 01.01.1923, Side 157
152 Erlendar bækur. Prestafélagsritið. Sennilega munu allmargir af prestum vorum kannast við prófessor Lyder Brun og hafa lesið eitthvað eftir hann. Þegar eg var prestur á Hofi eignaðist eg bók hans „]esu billede", sem kom út 1904. Og til ýmsra mun hin ágæta bók hans „Jesu evangelium" hafa náð. Hún kom út árin 1916 til 1917. Aðrir munu kannast við hann af öðrum ritum hans eða af „Norsk kirkeblad" eða „Norsk teologisk tidskrift“; er hann enn einn af útgefendum þess tímarits. V/oftur virðingar. þeirrar og samúðar, sem landar prófessor Lyder Bruns bera til hans, er minningarrit það, er lærisveinar hans og vinir heiðruðu hann með á 25 ára prófessorafmæli hans á síðastliðnu hausti. Enda hefir hann leyst af hendi mikið og þarft starf, bæði sem vísinda- maður og í þarfir kirkju og kristindóms lands síns. Því að honum lætur jafnvel að rita uppbyggilega og alþýðlega sem vísindalega, og er hann ágætt dæmi þess, hve vel og fagurlega getur farið saman innileg trúrækni og frjálslynd guðfræði. I minningarriti þessu eru, auk ávarps, 10 ritgerðir um ýmisleg guð- fræðileg efni. Lengsta ritgerðin er eftir vísindastyrkþega Peter Marstrander og er um gildi hugsunar fyrir trúarlífið. Er þar sýnt fram á nauðsyn þess, að geta gert sér sem bezt grein fyrir trú sinni, en jafnframt skýrt frá hættum þeim, er á vegi þeirra verði, sem annaðhvort vanrækja að klæða trú sina í hugsunarbúning nútímans, eða ætla sér að skýra öll fyrirbrigði trúarlífsins með skynsemisrökum einum. — Ritgerð þessi er ljós og skemtilega samin og mundi mörgum presta vorra þykja bæði ánægjulegt og gagnlegt að lesa hana. Onnur ritgerð er einnig í bókinni, sem eflaust á erindi til margra af prestum vorum. Hún heitir „To treklöver", og er eftir prestinn Anton Sverdrup. Lýsir hann fyrst þrennum prédikanasöfnum, sem öll eru kunn hér á landi, og segir frá ýmsu úr lífi höfundanna. Eru það prédikanir þeirra Gustav Jensen’s, J. J. Jansen’s og Thv. Klaveness. Því næsf lýsir hann þrennum hugvekjusöfnum eftir þá Johs. Johnson, Gleditsch og Lyder Brun. Gerir hann bæði grein fyrir því, sem sérkennilegt er fyrir hvern þessara prédikara og sýnir jafnframt fram á sameiginleg einkenni hjá þessum áhugasömu, frjálslyndu og víðsýnu kennimönnum, er mikil áhrif hafa haft í sínu eigin landi og langt út yfir takmörk þess. Lydet Brun: „Def nye testamente i lys af historisk forsk- ning“. — Kristiania. Olaf Norlis forlag 1922. — 115 bls. — Samtímis því, að vinir prófessor Lyder Bruns senda út rit til minn- ingar um 25 ára starfsemi hans við háskólann í Kristjaníu, kemur þessi nýja bók út eftir hann í safni, sem nefnist „Til kristelig oplysning" og flytja á kristilegan fróðleik í alþýðlegum búningi. Bókin er bókmentasaga nýja-testamentisritanna eða inngangsfræði nýja testamentisins, eins og slík rit vanalegasf eru nefnd. Er í stuttu og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.