Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 163
158
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
metum voru hafðir. Hann er í aðra röndina kristinn jafnaðarmaður. En
til þess að mönnum skiljist sem bezt, að þær kirkjuréttarlegu kröfur, sem
Guðmundur hélt fram, hafi hlotið að Ieiða til baráttu með kirkjunni og
leikmannavaldinu, er í stuttu máli rakin.saga kristninnar frá dögum Is-
leifs, saga hins þjóðlega kristnihalds Islendinga, meðan „höfðingjarnir voru
lærðir og klerkarnir þjóðlegir" (Sars), svo vel sem það skýrir andóf höfð-
ingjanna gegn kirkjuvaldinu, er það vegur að löghelguðum réttindum leik-
manna með því bæði að svifta þá kirknaforráðum og varna goðorðs-
mönnum vígslu, nema þeir seldu af hendi öll veraldleg völd.
En eins og fyr segir: svo víða sem Paasche kemur við í riti sínu, er
og verður þó Snorri Sturluson höfuðpersóna þess, eins og titilblaðið
gefur í skyn; enda lýkur höfundurinn rifi sínu með ágætri lýsingu á
Snorra sem manni, stjórnmálamanni og rithöfundi — bæði skáldi, forn-
fræðing og sagnaritara. Þótt ekki verði sagf með sanni, að myndin, sem
þar er gefin af Snorra, geti talist beint aðlandi, svo margvíslegur ljóður
sem er á ráði hans og veila í lundarfari hans, verður lýsingin, sem Paasche
gefur af honum, að teljast bæði sönn og rétt; enda kemur hún merkilega
vel heim við lýsingu Sigurðar próf. Nordals. — Vfir höfuð að tala er
Paasche mjög svo réttlátur f öllum sínum dómum um menn og málefni
úti hér á þessu tímabili, auk þess, sem vermandi samúðin andar hvar-
vetna á móti manni.
Lestur þessa ágæta rits er frá upphafi til enda fullkomin nautn. Fyrir
útlendinga — og þá fyrst og fremst fyrir samlanda höfundarins — sem
ekki skilja íslenzka tungu og kynni að þykja Sturlunga sjálf, ef lesið
gætu, sfrembin fæða, er það mikill ávinningur, að hafa eignast jafngóða
lýsingu á meginefni þess fræga rits. En einnig vér íslendingar megum
vera höfundi þakklátir fyrir verk hans, jafnágætlega og það er af hendi
leyst, slíka leiðsögu, sem það gefur um völundarhús viðburðanna í hinu
mikla safnriti voru, Sturlungu, og svo margt, sem það flytur til fróðleiks
og skýringar, sem vér eigum ekki kost á annarstaðar. En umfram alt
megum vér vera hverjum þeim manni þakklátir, sem vekur eftirtekt nor-
rænna frændþjóða vorra á sögu þjóðar vorrar og bókmentum að fornu
og nýju, en í því tilliti hafa ekki aðrir betur gert á síðari árum en hinn
ungi norski sagnfræðingur, prófessor Paasche.
Þetta rit hans hefir fengið hinar beztu viðtökur meðal samlanda hans.
Væri óskandi, að það einnig hjá oss fengi þær viðtökur, sem það á skilið
fyrir allra hluta sakir. Dr. J. H.