Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 169

Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 169
164 Erlendar bækur. Prestafélagsritið. sætt, dapra hjartað glatt, snauða hjartað auðugt, fávísa hjartað viturt, veika hjartað djarft, sjúka hjartað heilbrigt, blinda hjartað sjáandi og kalda hjartað brennandi. Fyrir hana stígur hinn mikli Guð niður í Iitla mannshjartað, og hún knýr hungraða sálu til að stíga upp tii hins auðuga Guðs“. Hér er bæði að ræða um trúarsögulega og trúarsá/fræðilega greinar- gerð á bæninni og bænarsamlífinu við Guð, — hvernig bænin birtist sögulega á ýmsum þroskunartímabilum mannlegs lífs, frá lægsfa þrosk- unarstiginu og upp úr, hvernig hún birtist sálfræðilega hjá ýmsum mönn- um alt eftir lundarfari þeirra og andlegri mótun, og hversu bænariðjan birtist með harla ólíkum bænarsiðum í ýmsum trúarbrögðum og hjá ýms- um mönnum, og er þó á öllum tímum og hjá öllum mönnum í rót sinni og eðli hin sama. Til grundvallar allri bænariðju liggur sannfæringin um, að bænin sé, eins og Hallgrímur orðaði það, „lykill að drottins náð“, sem og kemur fram í hinni fögru útlistun Agústíns á því hvað bænin sé: „Bæn réttláts manns er Iykill að himninum. Uppstígur bæn en niðurstígur miskunn Guðs“ („Oratio justi clavis est coeli. Ascendit precatio et descendit miseratio Dei“). Rit þetta er þrungið af lærdómi og ber vott um, aÖ höfundurinn sé með afbrigðum víðlesinn, en því njóta Iesendurnir ekki sízt góðs af, þar sem er hinn mikli aragrúi tilvitnana í rit ýmissa manna og ummæli þeirra um bænina, gildi hennar og ómetanlegt ágæti. Og tilgangur höfundarins er þegar frá upphafi auðsær, sem sé sá að hvetja menn til þess að lifa lífi sínu sem mest „í heimi bænarinnar" og sækja sér þangað næringu fyrir andlegt líf sitt, þrótt í baráttu þess og huggun í andstreymi þess. Þegar á fyrstu blaðsíðu bókarinnar verða fyrir manni ummæli ýmissa ágætismanna um bænina, sem hverjum manni ættu að vera hvöt til bænar. „Sá sem ekki biðst fyrir eða ákallar Guð í neyð sinni, hann trúir vissu- lega ekki á hann svo sem Guð, og veitir hor.um ekki heldur þann guð- dómlega heiður, sem honum ber“ (Lúther). „An bænar finnur enginn Guð; bænin er meðal sem vér leitum með Guðs og finnum hann“ (Joh. Arndt). „Að óttast Guð og biðja er eitt og hið sama“ (Schleiermacher). „Að biðja er fyrir trúmanninn hið sama og það að hugsa fyrir heimspekinginn. Trúarlegu innræti er jafneðlilegt að biðja og hugsuninni er að hugsa" (skáldið Novalis). „Trúarhvötin helgasta er hvöt til bænar“ (Rothe). „Hvar sem lifandi trú bærist hjá manninum, þar er bæn“ (Adolf Deissmann). „Tak bænina úr heiminum og það mun vera eins og rofið sé sambandið milli mannkynsins og Guðs, og barnið gert mállaust gagnvart föður sín- um“. „Þar sem bænin þagnar með öilu, þar er trúin sjálf búin að vera“ (C. P. Tiele). „Þar sem ekki er um neina bæn hjartans að ræða, þar er ekki heldur um neina trú að ræða“ (Aug. Sabatier; William James). Bænin er „fyrsta, hæsta og mesta fyrirbrigði trúarinnar og opinberun" (Hettinger), „blóðið og blóðrásin í trúarlífinu“ (Stoltz), „sálin í hinni opin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179

x

Prestafélagsritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.