Prestafélagsritið - 01.01.1923, Side 171

Prestafélagsritið - 01.01.1923, Side 171
166 Erlendar bækur. Prestafélagsritið. mannshjartað; hún knýr hungraða sálu til að stíga upp til hins auðuga Guðs“. „I bæninni — segir mesti dulsinni lútherskunnar — mætist hið hæsta og hið lægsta, hið auðmjúkasta hjarta og hann, sem er Guð yfir öllu“ (Joh. Arndt). Af því leyti, sem bænin er dularfullur sambandsliður milli mannsins og hins eilífa, er hún óskiljanlegt undur, undrið öllum undrum meira, sem daglega endurtekur sig í sálu hins guðhrædda. Allar rannsóknir trú- arbragða-vísindanna nema að lokum staðar við það undur. Trúarsögu- fræðingurinn og trúarsálfræðingurinn geta aðeins borið vitni hinu djúpa og kröftuga lífi, er bærist í bæninni, og skýrt það; en að skygnast inn í leyndardóm þess, er aðeins gefið þeim, er sjálfur trúir. En hin vísinda- lega rannsókn fær að síðustu ekki varist sömu stórvægilegu áhrifunum af þessu og hin lifandi guðrækni. Hún hlýtur að taka undir orð Krýsostó- musar, þar sem hann gerir þessa játningu: „Ekkert er stórvægilegra en bænin, og ekkert fær við hana jafnast". Dr. J. H. „Medeltida kristendom i nutiden. Arkebiskop Merciers herda- brev mot modernismen och George Tyrrells stridsskriftÞýtt, og með formála eftir dr. theol. J. Lindskog. Stockholm 1922. Svenska kyrkans Diakonistyrelses bokförlag. Þettá er merkileg bók og allstór, 204 bls. Fyrst er formáli eftir J. Lindskog. Gerir hann þar grein fyrir efni bókarinnar, sem er hirðisbréf Belgíubiskups, Merciers, og mótmælarit Tyrrels móti því bréfi. Lýsir Lind- skog kostum og göllum á þessu og öðrum ritum Tyrrels, með samúð þó og nærgætni, og síðan helztu æfiatriðum Tyrrels frá upphafi til enda lífs hans. Þá byrjar bókin sjálf með áðurnefndu hirðisbréfi Merciers erki- biskups og kardínála í Belgíu til presta og annara trúaðra katólskra manna í umdæmi har.s. Tilefni þess bréfs er umburðarbréf Píusar páfa 10., þar sem hann tekur saman ýmsar andastefnur og kenningar nútímans undir eitt sameiginlegt nafn: „modernismus", mótmælir þeim og fordæmir þær allar sem villukenningar, er katólskir menn skuli varast. Er hirðisbréf Belgíubiskups nákvæmlega í anda og sem árétting þessa páfabréfs — miðaldakatólskum anda. Belgíubiskup telur Tyrrell einlæglega katólskan mann, og hálærðan fræðimann og rithöfund, einn hinn fremsta í flokki hinna nýju villukenningamanna, fordæmir hann og skoðanir hans, og varar alvarlega við honum. Enda var þá og Tyrrell þegar bannfærður maður, og sviftur öllum katólskum heiðri og réttindum fyrir „prótestant- iskar“ skoðanir sínar. Þá kemur rit Tyrrells, og er það aðalpartur bók- arinnar, bæði að efni og lengd, í 21 kafla. Það er hvorttveggja í senn, varnar- og árásarrit gegn „miðalda-katólskunni", sem enn vill með kúgun drotna yfir sálum og andlegu lífi nútíðarmanna, og fordæma alla persónu- lega, frjálsa og sjálfstæða hugsun og umbótaviðleitni í flestum efnum. Tjáir hann það þó jafnframt hjartanlegustu ósk og viðleitni sína og sinna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.