Prestafélagsritið - 01.01.1923, Qupperneq 172
Prestafélagsritið.
Erlendar bækur.
167
katólsku skoðanabraeðra, að rómverska kirkjan mætti endurfæðast, hreins-
ast og betrast, Iosna við páfaokið og verða þannig sannkristileg og um
leið hin eina sanna katólska kirkja, í stað þess, að nú væri hún á stór-
glapa- og glötunarieið með alla sína áhangendur, ef hún ekki sér villu
síns vegar og snýr við á rétta, upphaflega postullega leið.
Er merkilegt og hugnæmt að sjá og finna í þessu riti Tyrrells, hve sann-
katólskir andans menn geta verið sannkristilega frjálshuga, og sanngjarnir
gagnvart annarar trúar mönnum, og einarðir og hreinskilnir gagnvart
brestum sinnar eigin kirkju. Og engin neyð væri það, að vera í katólsku
kirkjunni, elska hana og virða, væri hún eins og Tyrrell og katólskir
skoðanabræður hans hugsa sér hana og vilja gera sitt til að hún sé.
Verður ekki annað fundið, en að þetta rit Tyrrells sé sérlega röksamlegt
og sannfærandi á móti gamal- eða miðaldakatólskunni, en með hinum
nýrri og frjálsari aðalstefnum, sem allar kallast hér einu nafni: „moder-
nismi", og varla annað sagt, en að Belgíubiskupinn og páfinn fái næsta
harða, og stundum hlálega, útreið móti Tyrrell, sem bæði virðist vel vopn-
um búinn og vopnfimur eftir því. Virðist svo víst, að eftir hina hörðu,
andlegu, skriflegu viðureign umræddra katólskra kirkjumanna, sé varla
nokkur heil brú eftir í hirðisbréfi belgiska kardinálans, og þá um leið
í umburðarbréfi sjálfs páfans, Píusar X.
Samvizku sinnar og sáluhjálpar vegna ættu allir, jafnt katólskir og
ekki katólskir, jafnt klerkar og leikmenn, að lesa þetta ágæta rit sfns
hákatólska og sannkristra, stórlærða og merka bróður, Tyrrells.
„Lars Levi Læstadius. En kulturbild ftan den stora váckelsen i
Tornedalen“. Av Marta Edquist. — Stockholm. Svenska kyrkans Diakoni-
styrelses bokförlag. 1922.
Bók þessi er nokkurskonar æfisaga hins kunna prests og trú-
boða, L. L. L., sem starfaði meðal Lappanna í Svíþjóð, og er rétt-
nefndur kirkjufaðir Lapplendinga. Hann varð höfundur vakningastefnu
þar norðurfrá, hins svo nefnda „Læstadianism", og er fróðlega sagt
frá einkennum þeirrar stefnu í sambandi við trúarlíf höfundar sjálfs.
Bók þessi er yfir höfuð skemtilega skrifuð; þó er frásögnin dálítið þreyt-
andi í köflum, of lengi dvalið við sum atriði. Saga prestsins L., og vakn-
ingastarfsemi hans, er mjög lærdómsrík. Segir fróðlega og ítarlega frá
lífi og háttum Lappa, trú þeirra og hjátrú, og æfikjörum Læstadiusar,
baráttu hans við höfuðlöst Lappanna — ofdrykkjuna, og hve þeirri bar-
áttu lauk með sigri hans. Prestar hefðu gott af að kynna sér bókina og
færa sér í nyt þann Iærdóm, sem hún hefir að flytja, sem er hvorttveggja
í senn: til fordæmis og viðvörunar. Vakningarstefna Læstadiusar var trú-
heit og brennandi í andanum, enda er svo sagt um L., að hann hafi
hatað Nikodemus, þennan „heimulega" lærisvein, sem hann taldi fulltrúa
hinnar „dauðu trúar". Innileika og einlægni krafðist hann af söfnuðum